Vefir um einstaka höfunda
HALLDÓR LAXNESS
Gljúfrasteinn í Mosfellsdal var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans í um hálfa öld. Hús skáldsins var opnað sem safn í september 2004 og á vefsíðu þess má nálgast ýmsar upplýsingar um Halldór og verk hans.
GUNNAR GUNNARSSON
Á vef Skriðuklausturs, húss Gunnars Gunnarssonar í Fljótsdal, má fræðast um ævi og verk skáldsins.
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
Vefurinn um Passíusálma Hallgríms Péturssonar er unninn að frumkvæði Ríkisútvarpsins og er samvinnuverkefni RÚV, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns. Vefurinn kom út í sinni fyrstu útgáfu 9. febrúar 1998 og síðast uppfærður í apríl 2014.
JÓNAS HALLGRÍMSSON
Landsbókasafn Íslands heldur úti vefsvæði með upplýsingum um Jónas Hallgrímsson og verk hans.
JÓNAS HALLGRÍMSSON, LJÓÐAVEFUR
Mjólkursamsalan og Námsgagnastofnun standa saman að verkefni til að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar. Á vef verkefnisins má finna ljóð eftir íslensk skáld sem tengjast íslenskri náttúru og á vefsvæði Námsgagnastofnunnar má nálgast hugmyndir að því hvernig nota megi vefinn í kennslu.
JÓN SVEINSSON, NONNI
Á vef Nonnahúss eru upplýsingar um Jón Sveinsson og verk hans. Nonnahús á Akureyri er safn sem helgað er minningu rithöfundarins.
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON
Þórbergssetur í Suðursveit heldur úti vef um Þórberg og verk hans.