Greiðslufyrirkomulag og skilmálar

Á við um útgáfustyrki, þýðingar yfir á íslensku, þýðingar úr íslensku og barna- og ungmennabókasjóð.

Greiðslufyrirkomulag:

Styrkir upp að 500 þúsund krónum verða greiddir út að fullu fyrirfram, hafi öll tilskilin gögn og réttar bankaupplýsingar borist.

Styrkir yfir 500 þúsund krónum verða greiddir í tveimur hlutum.  80% styrks verða greidd út fyrirfram, hafi öll tilskilin gögn og réttar bankaupplýsingar borist. 20% styrks verða greidd út eftir að tveimur eintökum af útgefnu verki hefur verið skilað til Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Allar greiðslur styrkja verða tilkynntar skattayfirvöldum.

Skilyrði fyrir styrkveitingu:

  1. Styrkinn skal eingöngu nota í þeim tilgangi að standa straum af kostnaði við umrætt verk.
  2. Verkið skal gefið út innan 18 mánaða. Miðað er við dagsetningu styrkloforðs.
  3. Allar mikilvægar breytingar á verkinu eða tafir á útgáfu verður stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta að samþykkja.
  4. Tveimur eintökum af verkinu ber að skila til Miðstöðvar íslenskra bókmennta innan 18 mánaða. Miðað er við dagsetningu styrkloforðs.

Ef framangreindir skilmálar skv. lið 1-4 eru ekki uppfylltir teljast forsendur fyrir styrkveitingu brostnar. Miðstöð íslenskra bókmennta áskilur sér þá rétt til að ógilda styrkveitinguna og krefja styrkþega um endurgreiðslu á greiddum styrk, að hluta eða í heild, ásamt kostnaði við innheimtu.

Birting merkis Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Styrkþega er skylt að birta eftirfarandi texta ásamt merki/logo á upplýsingasíðu/kólófónsíðu verka sem Miðstöð íslenskra bókmennta styrkir: 

Vegna útgáfustyrkja 

Útgáfa bókarinnar er styrkt af:

MIB-Einlina-Black

Vegna Auðar, barna- og ungmennabókasjóðs:Audur-logo

Vegna þýðingastyrkja: 

Þýðing bókarinnar er styrkt af:

MIB-Einlina-Black

Vinsamlegast gætið þess að mynd og texti í merki/logo miðstöðvarinnar séu ávallt vel sýnileg/læsileg. Nálgast má merkið hér.

Önnur ákvæði

Fjallað er um umsóknir í samræmi við lög um bókmenntir nr. 91/2007 með áorðnum breytingum. Ákvarðanir um úthlutun verða ekki kærðar til æðra stjórnvalds. Verði skilmálar 1-4 ekki uppfylltir fyrirgerir umsækjandi rétti sínum til frekari styrkveitinga. Komi upp ágreiningur milli styrkþega og Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem þessum aðilum tekst ekki að leysa, skal honum vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur.