Nýræktarstyrkir

Næsti umsóknarfrestur er 15. apríl 2020

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Umsóknarfrestur er 15. apríl ár hvert.

Umsóknareyðublaðið fyrir nýræktarstyrk er aðgengilegt hér á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn eftir því sem við á:

  • Kynning á höfundi
  • Afrit af samningi við höfund (ef við á)
  • Upplýsingar um verkið og sýnishorn úr handriti

Birting merkis Miðstöðvar íslenskra bókmennta

Verði verkið gefið út er útgefanda skylt að geta þess að það hafi hlotið Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta og merki Miðstöðvarinnar skal vera vel læsilegt á upplýsingasíðu (kólófónsíðu) ritsins ásamt eftirfarandi texta á þennan hátt:

Verkið hlaut Nýræktarstyrk frá:

MIB-Einlina-BlackMerkinu er hægt að hlaða niður svörtu hér og gráu hér.

Svör við umsóknum um nýræktarstyrki berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Sjá úthlutanir frá upphafi hér á síðunni.