Umfjöllun um bækur

Suðurglugginn

„Ég hef sífellt meiri áhuga á hver skilin eru milli einstaklingsins annars vegar og lífsins sem í honum blaktir, og svo heiminum hinsvegar,“ segir Gyrðir Elíasson. Frá honum er komin ný skáldsaga, Suðurglugginn, sem hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Nánar

Jarðnæði

„Náttúran er góður kennari í auðmýkt því með því að læra inn á hringrásir hennar lærum við mikið um okkur sjálf í leiðinni og getum endurnýjað réttlæti heimsins," segir Oddný Eir Ævarsdóttir. Nýjasta bók hennar, Jarðnæði, hefur hlotið tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Nánar

Maxímús Músíkús

Bækurnar um Maxímús Músíkús, sem er mögulega eitt ástsælasta nagdýr íslensku þjóðarinnar, hafa opnað heim sígildrar tónlistar fyrir börnum víða um heim. Sögueyjan átti nokkur orð við höfund bókanna, Hallfríði Ólafsdóttur, um tilurð og ferðalög mektarmúsarinnar tónelsku.

Nánar

Vigdís – kona verður forseti

„Saga Vigdísar er saga íslensku þjóðarinnar á tuttugustu öld,“ segir Páll Valsson, höfundur ævisögu Vigdísar.

Nánar

Korter

„Ég held að fólk á þrítugsaldri, bæði strákar og stelpur, geti fundið líkindi með sér og sögupersónunum í bókinni,“ segir Sólveig Jónsdóttir í viðtali um fyrstu skáldsögu sína Korter, samtímasögu úr Reykjavík

Nánar

Skaparinn

Skáldsagan Skaparinn eftir Guðrúnu Evu er frásögn um einmanaleika og firringu og segir frá þjófnaði vandaðrar kynlífsdúkku. Hér les Guðrún Eva upp úr bókinni, ásamt umfjöllun um verkið.

Nánar

Konur

„Fyrir hverja konu sem sest inn á þing, í forstjórastól, eða „smánar“ karla á annan hátt með völdum sínum eru framleiddar þúsund klámmyndir þar sem konur eru settar aftur á „sinn stað“, eru valdalausar, undirgefnar og yfirleitt niðurlægðar.“

Nánar

Himnaríki og helvíti

Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson hefur nú þegar verið þýdd á fjölmörg tungumál og er höfuðbók Reclam forlagsins í Þýskalandi vorið 2009.

Nánar

Myrknætti

Jafnvel björtustu dagar geta reynst dimmir og drungalegir ef skyggnst er undir yfirborðið,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson um þriðju glæpasögu sína, Myrknætti. Nánar

Flugan sem stöðvaði stríðið

„Ég skrifaði þessa bók vegna þess að mig langaði til að fjalla um stríð frá sjónarhorni sem börn gætu nálgast og skilið,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir höfundur bókarinnar Flugan sem stöðvaði stríðið, sem vann til Íslensku barnabókaverðlaunanna þetta árið.

Nánar
Síða 1 af 3