Umfjöllun um bækur (Síða 2)

Góði elskhuginn

„Þegar lesandi kemur til mín og segist hafa lesið allar sex bækurnar sem hafa komið út á þýsku má ég passa mig á því að fá ekki tár í augun,“ segir Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur, í samtali við Sögueyjuna, en skáldsaga hennar Góði Elskhuginn kom út á þýsku í byrjun september.

Nánar

Vetrarsól

Óreglan er það sem skiptir máli, ekki reglan,“ segir Auður Jónsdóttir um skáldsögu sína Vetrarsól, í samtali við Sögueyjuna. Bókin kom út síðastliðið vor hjá stórforlaginu btb í Þýskalandi og er fyrsta verk Auðar til að koma út þar í landi.

Nánar

Merkasta mannanna verk?

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason veltir vöngum yfir eðlismassa og stöðuorku listaverka og spyr: Hvað heitir merkasta mannanna verk á Íslandi?

Nánar

Höfðingjar flugust á

Ofsi, eftir Einar Kárason, er væntanleg á þýsku. Rætt við höfundinn um verkið; frásagnarstílinn, tengslin við Óvinafagnað og feimni íslenskra rithöfunda við að krukka í arfinum.

Nánar

Þegar kóngur kom

„Konungskoman var ljóminn, sem varpaði hinum fullkomna skugga yfir sögusvið mitt,“ segir Helgi Ingólfsson, höfundur sögulegu sakamálasögunnar Þegar kóngur kom sem bókaforlagið Ormstunga gefur út, í samtali við Sagenhaftes Island.

Nánar

Sónata fyrir svefninn

„Afi minn trúði því staðfastlega að hann færi inn í annað fólk þegar hann svæfi, og að draumar sínir væru upplifun hinnar manneskjunnar." Úr umræddu draumaflakki afa Þórdísar Björnsdóttur rithöfundar óx skáldsagan Sónata fyrir svefninn.

Nánar

Missir

„Þegar ég var barn var talað um fegurð og visku ellinnar. Ég trúði því varla,“ segir Guðbergur Bergsson í viðtali við Sagenhaftes Island. Nýútkomin nóvella hans er tileinkuð „kynslóð hinnar eilífu æsku.“

Nánar

Heim til míns hjarta

„Ég ligg í rúmi á heilsuhæli og berst við svefninn en man svo að ég má alveg sofna, að ég er með vottorð upp á svefn, stimpil á rassinum: Útbrunnin." Með þessum orðum hefst bókin Heim til míns hjarta eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur.

Nánar

Snorri Sturluson 1179-1241

Ævi eins merkasta manns sem uppi hefur verið á Íslandi hefur í fyrsta skipti verið fest niður í heilsteypta sögu. Ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson er merkur áfangi í miðaldafræðum.

Nánar

Útkall - Árás á Goðafoss

Bók um árás þýska kafbátsins U-300 á stolt íslensku þjóðarinnar, Goðafoss, þar sem lýst er átakanlegum örlögum Íslendinga og Þjóðverja. Í bókinni er skyggnst í leyniskjöl og frásagnir kafbátsmanna en um leið varpað ljósi á lífshætti Íslendinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Nánar
Síða 2 af 3