Lög um endurgreiðsla vegna útgáfu bóka á íslensku hafa tekið gildi

Markmið laganna er að efla bókaútgáfu með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.

Lög þessi öðluðust gildi 1. janúar 2019 og koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023. Lögin heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti en þriggja manna nefnd fer yfir umsóknir og tekur afstöðu til þeirra samkv. 4. gr. laganna.

Sjá allar upplýsingar og umsóknareyðublöð á vef Rannís.