Persónuvernd
Öryggi og persónuvernd á vefnum
Þegar þú notar vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta verða til upplýsingar um heimsóknina. Miðstöð íslenskra bókmennta miðlar þeim ekki til annarra nema samkvæmt lagaskyldu til eftirlitsaðila.
Vefur Miðstöðvar íslenskra bókmennta safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur.
Notkun á vefkökum (e. cookies)
Umferð um vefsvæðið er mæld með Google Analytics með svokölluðum kökum (e. cookies) sem eru textaskrár sem geyma upplýsingar um það hvaða síður á vefsvæðinu notandinn heimsækir. Þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar.
Eplica vefumsjónarkerfið setur tvær vefkökur (JSESSIONID og eplicaWebVistitor) en umsjónarkerfi umsókna eina (PHPSESSID). Þessar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir virkni kerfisins en safna engum persónuupplýsingum.
Notkun Google Analytics fylgja þrjár vefkökur sem lifa mislengi: _ga, _gid og _gat.
Styrkumsóknir / Innsend gögn
Við skráningu á umsóknarvef Miðstöðvar íslenskra bókmennta er beðið um upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að við getum haft samband við þátttakendur og greitt út styrki.
Upplýsingar um umsækjendur fara til frekari úrvinnslu hjá starfsmönnum okkar, sem vinna eftir verklagsreglum Miðstöðvarinnar varðandi meðhöndlun á persónuupplýsingum.
Almennt gildir um persónurekjanlegar upplýsingar sem Miðstöðinni berast (t.d. í tölvupósti eða með umsóknum) að áhersla er lögð á að einungis þeir starfsmenn sem tengjast viðkomandi ferli hafi aðgang að gögnunum. Ekki er um að ræða neina samkeyrslu innsendra upplýsinga og þeim er aldrei deilt með þriðja aðila.
Fréttabréf
Við skráningu fyrir fréttabréfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta þarf að gefa upp netfang. Netföngum er ekki deilt með utanaðkomandi og eru ekki notuð í öðrum tilgangi en að senda út fréttabréf. Hægt er að segja upp áskriftinni hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í fréttabréfinu.
YouTube myndbönd
Vísanir í YouTube myndbönd eru þannig útfærðar að engar upplýsingar berast YouTube nema notandi smelli á spilarahnappinn. Eftir það gilda skilmálar YouTube um meðhöndlun persónuupplýsinga.
Tenglar í aðra vefi
Á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Reglur Miðstöðvarinnar um öryggi notenda gilda ekki á vefjum utan hans. Miðstöðin ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja. Vísunin þýðir heldur ekki að Miðstöðin styðji eða aðhyllist nokkuð sem þar kemur fram.