Viðtöl við höfunda (Síða 2)

Gyrðir Elíasson

„Í nútímanum mega höfundar ekki gleyma „innra lífi“ einstaklingsins, sem er enn í fullu gildi þrátt fyrir allt sem sækir að ytra. Það líf má ekki vanmeta,“ segir Gyrðir Elíasson, einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar. Þrjár bækur eftir hann eru væntanlegar á þýsku á árinu.

Nánar

Óttar M. Norðfjörð

„Það er einmitt út af hinni barnalegu sýn minni á heiminn að ég skil ekki fólskuverk og illsku, og þess vegna rata þau í bækurnar mínar.“ Óttar M. Norðfjörð ræðir um nýjustu bókina, flekaskil íslenskra glæpasagna og blá augu.

Nánar

Gerður Kristný

„Það hefur alltaf verið ákaflega ströng landamæravarsla í ljóðheimi mínum. Óttinn hreiðraði hins vegar snemma um sig í innstu kimum hans og heldur þar enn til,“ segir Gerður Kristný í viðtali við Sagenhaftes Island þar sem hún ræðir meðal annars um um ferð sína til Afríku og nýjustu bókina.

Nánar

Áslaug Jónsdóttir

„Hver myndabók þarf að hafa rétt hitastig, réttu stemmninguna,“ segir Áslaug Jónsdóttir, höfundur Skrímslabókanna vinsælu. Ný bók komin á prent og skrímslin við það að hoppa upp á leiksvið.

Nánar

Kristín Marja Baldursdóttir

Fyrir tæpum tíu árum rataði fyrsta skáldsaga hennar inn á þýskan bókamarkað fyrir slysni. Nú á hún dyggan aðdáendahóp þar í landi og hafa bækur hennar selst þar í tugum þúsundum eintaka. Viðtal við Kristínu Marju Baldursdóttur.

Nánar

Kristín Eiríksdóttir

„Ég veit ekki hvernig ég ætti að vera listamaður og ekki brútal,“ segir skáldið Kristín Eiríksdóttir í samtali við Sagenhaftes Island. „Hvaðan fengi ég innblástur í það?“ Hún sendir frá sér smásagnasafn í október.

Nánar

Auður Ava Ólafsdóttir

„Skáld er útlendingur í eigin tungumáli, það er hlutverk skálda að misskilja tungumálið,“ segir rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir í viðtali við Sagenhaftes Island. Skáldsaga hennar Afleggjarinn kemur út í Frakklandi í næsta mánuði.

Nánar

Sölvi Björn Sigurðsson

„Í rauninni getur hver og hvað sem er haft áhrif á mann, safnabæklingur, sjampóbrúsi, jafnvel sjónvarpsþáttur um handarkrika á breskum manni,'' segir Sölvi Björn rithöfundur.

Nánar

Eldgos Sigurgeirs

„Ísland er óþrjótandi myndefni, land í sífelldri mótun í orðsins fyllstu merkingu'' segir Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari. Hann er með tvær bækur í vinnslu núna. Aðra um gosið í Eyjafjallajökli og svo bókina Earthward með loftmyndum af Íslandi.

Nánar

Ragna Sigurðardóttir

Textinn þvingaði sér inn í myndlist hennar þar til hún beindi honum í farveg skáldskapar. Ragna hefur, með sérstæðri myndvísi og tilraunagleði, óneitanlega fært nýjan tón í íslenska skáldsagnagerð.

Nánar
Síða 2 af 3