Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu

Árið 2026 leggur Miðstöð íslenskra bókmennta áherslu á barna- og ungmennabækur í erlendu kynningarstarfi

12. janúar, 2026

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Á árinu 2026 leggur Miðstöð íslenskra bókmennta áherslu á íslenskar barna- og ungmennabækur í erlendu kynningarstarfi. Markmiðið er að vekja athygli á höfundum sem skrifa fyrir börn og ungmenni og kynna höfundaverk þeirra fyrir erlendum útgefendum. 

Nýtt kynningarrit um barna- og ungmennabókahöfunda kemur út í mars nk. og verður lagt til grundvallar í erlendri kynningu, meðal annars á barnabókamessunni í Bologna í apríl, en einnig í Gautaborg í september og Frankfurt í október. 

Af þessu tilefni mun Miðstöðin því veita eftirfarandi stuðning til þýðinga og kynningar á íslenskum barna- og ungmennabókum erlendis:

  • 70% af þýðingakostnaði bóka (að hámarki 500.000 kr), að því gefnu að umsóknin uppfylli þær kröfur sem miðstöðin gerir. Sjá nánar hér.
  • Hluta af prentkostnaði á myndríkum barnabókum til útgáfu erlendis, að því gefnu að umsóknin uppfylli kröfur sem miðstöðin gerir. Sjá nánar hér
  • Ferðastyrki til barna- og ungmennabókahöfunda til að kynna verk sín erlendis. 

 

 

 


Allar fréttir

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir