www.allirlesa.is kominn í loftið

Í tilefni af opnuninni var slegið upp veislu á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna.

10. október, 2014

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Jón Karl Helgason, háskólakennari og einn stjórnarmanna hjá Miðstöð íslenskra bókmennta tók næstur til máls og skýrði í stuttu máli frá tildrögum hugmyndarinnar. Í fyrsta lagi sagðist hann hafa langað að sjá tæknilegri lausn til að halda lestrardagbók en faðir hans notaði, en hann heldur utanum lesturinn aftan á gluggaumslögum.

Orðbragðsparið Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir opnaði vefinn formlega og sló á létta strengi. Þau sýndu viðstöddum til dæmis margs konar bækur sem þau hyggjast glugga í í liðkeppninni sem hefst eftir viku. Má þar nefna ljóðabækur, nótnabækur, myndasögubækur, gamlar og nýjar bækur, barna- og fullorðins bækur, fræðibækur og fagurbókmenntir, og allt annað sem lesa má í bókum.

Því næst tóku Bragi og Brynja stöðuna á fyrstu tveimur liðunum sem skráð eru til leiks í landsleiknum, en það er lið VÍB og kvennalið FH í meistaraflokki í handbolta. 


Liðsstjórarnir Björn Berg Gunnarsson og Aníta Mjöll Ægisdóttir voru spurð hvaða bækur þau ætluðu fyrst að lesa í keppninni. Björn sagðist ætla að byrja á bókinni Barbarians at the Gate: The Fall of RJR Nabisco eftir John Helyar and Bryan Burrough, en Aníta sagðist fyrst vera á kafi í bók um skattalög, sem hún þarf að lesa fyrir próf, en næst tæki við ævisaga frú Vigdísar Finnbogadóttur. 

Að lokum léku bræðurnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir nokkur skemmtileg, bókatengd lög fyrir viðstadda, sem gæddu sér á kaffi og ástarpungum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir