www.allirlesa.is kominn í loftið

Í tilefni af opnuninni var slegið upp veislu á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna.

10. október, 2014

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Hrefna Haraldsdóttir, stjórnarformaður Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sagði við þetta tilefni að það væri engin tilviljun að opnunin færi fram á BSÍ, stoppistöð allra landsmanna, því með því væri það undirstrikað að verkefnið væri fyrir alla landsmenn – því allir lesa alls staðar.

Jón Karl Helgason, háskólakennari og einn stjórnarmanna hjá Miðstöð íslenskra bókmennta tók næstur til máls og skýrði í stuttu máli frá tildrögum hugmyndarinnar. Í fyrsta lagi sagðist hann hafa langað að sjá tæknilegri lausn til að halda lestrardagbók en faðir hans notaði, en hann heldur utanum lesturinn aftan á gluggaumslögum.

Orðbragðsparið Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir opnaði vefinn formlega og sló á létta strengi. Þau sýndu viðstöddum til dæmis margs konar bækur sem þau hyggjast glugga í í liðkeppninni sem hefst eftir viku. Má þar nefna ljóðabækur, nótnabækur, myndasögubækur, gamlar og nýjar bækur, barna- og fullorðins bækur, fræðibækur og fagurbókmenntir, og allt annað sem lesa má í bókum.

Því næst tóku Bragi og Brynja stöðuna á fyrstu tveimur liðunum sem skráð eru til leiks í landsleiknum, en það er lið VÍB og kvennalið FH í meistaraflokki í handbolta. 


Liðsstjórarnir Björn Berg Gunnarsson og Aníta Mjöll Ægisdóttir voru spurð hvaða bækur þau ætluðu fyrst að lesa í keppninni. Björn sagðist ætla að byrja á bókinni Barbarians at the Gate: The Fall of RJR Nabisco eftir John Helyar and Bryan Burrough, en Aníta sagðist fyrst vera á kafi í bók um skattalög, sem hún þarf að lesa fyrir próf, en næst tæki við ævisaga frú Vigdísar Finnbogadóttur. 

Að lokum léku bræðurnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir nokkur skemmtileg, bókatengd lög fyrir viðstadda, sem gæddu sér á kaffi og ástarpungum.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir