ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa saman að skemmtilegum leik sem ber yfirskriftina ALLIR LESA, landsleikur í lestri.

18. september, 2014

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa saman að skemmtilegum leik sem ber yfirskriftina ALLIR LESA, landsleikur í lestri.

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Leikurinn gengur út á að þátttakendur, fólk á öllum aldri, skrái í lestrardagbók á netinu þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur. Þar sem leshraði fólks er mismunandi og háður ótal þáttum er ekki farin sú leið að telja blaðsíður, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum.

Það skiptir ekki máli hvernig bækur fólk les eða á hvaða formi - prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni og öll tungumál. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Skráning liða á allirlesa.is hefst föstudaginn 10. október nk. Liðakeppni, þar sem vinnustaðir, heimili, vinahópar og fleiri geta tekið þátt stendur yfir frá 17. október til 16. nóvember.

Lestrardagbókin verður áfram opin á vefnum eftir að keppninni lýkur og þar getur fólk haldið utan um eigin lestur allt árið um kring.

Vefurinn opnar 10. október og skráning hefst. Fylgstu með og taktu þátt!


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir