ALLIR LESA, landsleikur í lestri – skráning hafin á allirlesa.is

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa saman að skemmtilegum leik sem ber yfirskriftina ALLIR LESA, landsleikur í lestri.

18. september, 2014

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa saman að skemmtilegum leik sem ber yfirskriftina ALLIR LESA, landsleikur í lestri.

Markmiðið með leiknum er að auka lestur íslensku þjóðarinnar og fá fleiri til að njóta þess sem lesturinn færir hverjum og einum. Leiknum er ætlað að hvetja þá sem lesa til að lesa enn meira og hina sem lesa lítið eða ekki neitt, að hefja lesturinn.

Leikurinn gengur út á að þátttakendur, fólk á öllum aldri, skrái í lestrardagbók á netinu þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur. Þar sem leshraði fólks er mismunandi og háður ótal þáttum er ekki farin sú leið að telja blaðsíður, heldur eru það mínútur sem gilda. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum.

Það skiptir ekki máli hvernig bækur fólk les eða á hvaða formi - prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni og öll tungumál. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Skráning liða á allirlesa.is hefst föstudaginn 10. október nk. Liðakeppni, þar sem vinnustaðir, heimili, vinahópar og fleiri geta tekið þátt stendur yfir frá 17. október til 16. nóvember.

Lestrardagbókin verður áfram opin á vefnum eftir að keppninni lýkur og þar getur fólk haldið utan um eigin lestur allt árið um kring.

Vefurinn opnar 10. október og skráning hefst. Fylgstu með og taktu þátt!


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir