Landsmenn gera lesturinn að lífsstíl. Úrslit í Allir lesa landsleiknum 2017

ALLIR LESA landsleiknum er lokið og hafa þátttakendur lesið í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum!

22. febrúar, 2017

Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur.

Lestrarhestur landsins las í rúma 300 klukkutíma á þremur vikum

Allirlesa

Í ár var sú nýbreytni kynnt til sögunnar að ekki var bara hægt að keppa í liði heldur einnig sem einstaklingur. Varð þetta til þess að fleiri tóku þátt og voru keppendur mjög virkir á tímabilinu. Öflugasti lestrarhestur landsins er Ásdís Jónsdóttir frá Hólmavík en hún las í 304,3 klukkustundir.

Sigurliðið skipað þremur ungum konum 

Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar af landinu raðað sér í efstu sætin. Í fyrsta sæti er liðið „Við“, skipað þremur ungum konum en þær segja glettnar að það besta við keppnina sé að hún krefjist ekki hreyfingar. Þær eru þó sannarlega andleg hreystimenni og lásu að meðaltali í 215,7 klukkustundir á tímabilinu. Það sveitarfélag sem býr yfir kraftmestu lesendunum er Strandabyggð, því næst Fjallabyggð og loks Dalabyggð.

 

Allirlesa3

Takmarkið að landsmenn verji tíma í lestur daglega 

Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa, hvort sem er einn eða með öðrum. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur. Með því að skrá inn að minnsta kosti 15 mínútur af lestri dag hvern vonumst við til þess að bóklestur komist inn í daglega rútínu og lesturinn verði að lífsstíl. Sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig eru á ýmsum aldri og lesa allt milli himins og jarðar. Sú bók sem flestir þátttakendur lásu á tímabilinu var Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Einnig voru skráðar fornbókmenntir, matreiðslubækur, dagblöð og myndasögur.

 Aðstandendur ALLIR LESA eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu .


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir