Landsmenn gera lesturinn að lífsstíl. Úrslit í Allir lesa landsleiknum 2017

ALLIR LESA landsleiknum er lokið og hafa þátttakendur lesið í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum!

22. febrúar, 2017

Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur.

Lestrarhestur landsins las í rúma 300 klukkutíma á þremur vikum

Allirlesa

Í ár var sú nýbreytni kynnt til sögunnar að ekki var bara hægt að keppa í liði heldur einnig sem einstaklingur. Varð þetta til þess að fleiri tóku þátt og voru keppendur mjög virkir á tímabilinu. Öflugasti lestrarhestur landsins er Ásdís Jónsdóttir frá Hólmavík en hún las í 304,3 klukkustundir.

Sigurliðið skipað þremur ungum konum 

Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar af landinu raðað sér í efstu sætin. Í fyrsta sæti er liðið „Við“, skipað þremur ungum konum en þær segja glettnar að það besta við keppnina sé að hún krefjist ekki hreyfingar. Þær eru þó sannarlega andleg hreystimenni og lásu að meðaltali í 215,7 klukkustundir á tímabilinu. Það sveitarfélag sem býr yfir kraftmestu lesendunum er Strandabyggð, því næst Fjallabyggð og loks Dalabyggð.

 

Allirlesa3

Takmarkið að landsmenn verji tíma í lestur daglega 

Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur og er tilgangurinn fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa, hvort sem er einn eða með öðrum. Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur. Með því að skrá inn að minnsta kosti 15 mínútur af lestri dag hvern vonumst við til þess að bóklestur komist inn í daglega rútínu og lesturinn verði að lífsstíl. Sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig eru á ýmsum aldri og lesa allt milli himins og jarðar. Sú bók sem flestir þátttakendur lásu á tímabilinu var Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Einnig voru skráðar fornbókmenntir, matreiðslubækur, dagblöð og myndasögur.

 Aðstandendur ALLIR LESA eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu .


Allar fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2024 afhent - 29. janúar, 2025 Fréttir

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 29. janúar síðastliðinn.

Nánar

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis - 23. janúar, 2025 Fréttir

Til­kynnt hefur verið hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna.

Nánar

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Allar fréttir