ALLIR LESA fékk Lúður

Íslensku auglýsingaverðlaunin í flokki almannaheillaauglýsinga. Auglýsingarnar gerði Jónsson og Le´macks.

16. mars, 2015

Samstarfsverkefni Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar fékk Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, í flokki almannaheillaauglýsinga. Auglýsingarnar gerði auglýsingastofan Jónsson og Le´macks.

Allir lesa fékku Lúðurinn!Ludur2_1508411888839

Allir lesa hlaut Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, í flokki almannaheillaauglýsinga, en þau voru veitt á Ímark hátíðinni í Háskólabíói föstudaginn 13. mars. Það er aðstandendum verkefnisins mikill heiður að fá þessi verðlaun, í þeim felst hvatning til að þróa Allir lesa áfram og  halda umræðunni um lestur í samfélaginu lifandi. Auglýsingastofan Jónsson og Le‘macks á heiðurinn af verðlaunaútlitinu, en í auglýsingunum er lögð áhersla á gleðina og sköpunarkraftinn sem felst í lestri. Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Lestrardagbókin þín er opin allt árið

Vefurinn allirlesa.is er opinn allt árið. Þar geta lesendur skráð þær bækur sem  verið er að lesa, gefið þeim umsögn og skráð tímann sem þeir verja í lestur. Allirlesa.is er því handhægur og þægilegur vefur til að halda utan um eigin lestur. Vefurinn er í stöðugri þróun og hafa lesendur hjálpað okkur við að móta betri vef og munu vonandi gera það áfram. Búið er að bæta  „Mínar síður“ og er nú til að mynda hægt að skrá niður þær bækur sem mann langar að lesa. Notendur geta því séð á einfaldan hátt hvað þeir hafa lesið, hvað þeir eru að lesa og hvað þá langar að lesa.

Umsagnir og stjörnugjöf

Umsagnir um bækur og stjörnugjöf sjást nú á vinsældarlistanum á forsíðu Allir lesa. Einnig geta lesendur deilt sínum umsögnum á Facebook og þannig skorað á fleiri að lesa áhugaverðar bækur. Til að auðvelda lesendum að skrá nýjar bækur er nú beintenging við einn stærsta gagnagrunn bóka í heiminum þar sem flestar nýjar íslenskar bækur er að finna. Með einföldum hætti er hægt að sækja upplýsingar um bækur með því að skrá ISBN númer bókarinnar. Vefurinn sækir þá upplýsingar um titil og höfund sjálfkrafa.

Um Allir lesa

Allir lesa er vettvangur fyrir landsmenn til að skrá lestur á einfaldan hátt og halda þannig eigin lestrardagbók á vefnum. Vefurinn var opnaður með viðhöfn  10. október 2014 og hófst þá formlega fyrsti landsleikurinn í lestri. Þátttaka  í leiknum fór fram úr björtustu vonum og eftir æsispennandi lestrarvikur stóðu þrjú lið uppi sem sigurvegarar. Öll hlutu þau glaðning eftir mikinn lestur.
 
Traustur hópur 

Að verkefninu Allir lesa standa Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO ásamt traustum hópi styrktaraðila, s.s. Félagi íslenskra bókaútgefenda, Mjólkursamsölunni, Símanum, Samtökum atvinnulífsins og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þessi hópur veit hve lestur og læsi er mikilvægt fyrir einstaklinga og samfélag, hvort sem um ræðir bóklæsi, fjármálalæsi, náttúrulæsi eða annað læsi. Vefurinn er unninn í samstarfi við Advania.

Allir lesa – landsleikur í lestri fer næst fram í ársbyrjun 2016, en þangað til hvetjum við landsmenn til að halda utan um lestur sinn á vefnum allirlesa.is.

Verið velkomin í stærsta lestrarsamfélag á landinu á allirlesa.is.

 

 

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir