NordLit fundur haldinn í Reykjavík dagana 16.-18. janúar 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta var gestgjafi á árlegum fundi starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, sem að þessu sinni fór fram í Hörpu

26. janúar, 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta var gestgjafi á árlegum fundi starfsfólks norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, sem að þessu sinni fór fram í Hörpu. Systurstofnanirnar í NordLit eiga gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að efla sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta.

Hopmynd

Hvað er NordLit?

NordLit eru samtök norrænna bókmenntamiðstöðva sem eru, auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og Grænlandi. Myndin hér til hægri var tekin á fundinum í Hörpu í janúar.

Hittast árlega á vinnufundi 

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, í höfuðborgum landanna til skiptis. Að þessu sinni var fundurinn í Reykjavík dagana 16.-18. janúar og Miðstöð íslenskra bókmennta sá um undirbúning og skipulag fundarins. 27 starfsmenn og stjórnendur tóku þátt í fundinum fyrir hönd sjö miðstöðva. Fundirnir fóru fram í Hörpu og var fjallað um ýmis mál er lúta að starfsemi bókmenntamiðstöðvanna, skipst á hugmyndum og leitað leiða til að skerpa á, efla og styrkja starfsemina og útbreiðslu bókmenntanna í víðum skilningi. Íslenskum útgefendum var gefinn kostur á að koma á fundinn, hitta fulltrúa landanna og ræða við þá m.a. um styrkjamöguleika vegna norrænna þýðingastyrkja í viðkomandi landi og mæltist það vel fyrir. Auk tveggja daga fundarstarfa heimsóttu gestirnir Gljúfrastein, Veröld - hús Vigdísar, Norræna húsið og fleira - fóru í sund, á söfn og á tónleika og hafa allir lýst mikilli ánægju með Íslandsdvölina.

Samvinna á mörgum sviðum

Meðal samstarfsverkefna NordLit er sameiginlegur bás allra Norðurlandanna á bókamessunum í London og í Bologna, og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgáfu safnrita og fleira. Jafnframt vinnur NordLit saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin - Statens Kunstråd (Kunst.dk) utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina í sínu landi.

Ákveðið var að næsti NordLit fundur fari fram í Helsinki 15.-18. janúar 2019.

IMG_0918 File13-1- File18-1- File19-1-
File9 File17 File16 File11
IMG_0953 IMG_0885 File9-1- File10

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir