Niðurstöður samnorrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta
Birtar hafa verið niðurstöður könnunar norrænna bókmenntamiðstöðva um heildartekjur útflutnings bókmennta. Svarhlutfall meðal umboðsskrifstofa rithöfunda var 57 prósent.
Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.
Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar hafa tekið höndum saman og látið kanna heildartekjur af sölu á útgáfurétti bóka frá Norðurlöndunum árið 2024. Þetta er í fyrsta sinn sem slík könnun er gerð. Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum til annarra landa nærri 78,5 milljónum evra árið 2024.
Þar af eru 1,9 milljónir evra tekjur af sölu útgáfuréttar íslenskra bóka til annarra landa. Tölurnar koma frá umboðskrifstofum sem halda utan um rétt íslenskra höfunda, innanlands sem utan.
Tilgangur skýrslunnar er að gefa yfirlit yfir útflutning bókmennta í hverju landi.
Spurt var um heildartekjur, sundurliðað eftir bókmenntagreinum, og var könnunin send til allra umboðsskrifstofa sem höfðu að minnsta kosti einn norrænan höfund á sínum vegum árið 2024. Alls svöruðu 57 prósent umboðsskrifstofanna.
„Það er afar mikilvægt fyrir okkur að fá yfirsýn yfir útflutning bókmennta á Norðurlöndum svo við getum haldið áfram að styrkja og þróa útflutningsstefnur okkar enn frekar og byggja á þessum niðurstöðum“, segja í yfirlýsingu yfirmanna norrænu bókmenntamiðstöðvanna.
Könnunin var unnin að beiðni norrænu bókmenntamiðstöðvanna; Miðstöð íslenskra bókmennta, Danish Arts Foundation, FarLit/Literature from the Faroe Islands, FILI/Finnish Literature Exchange, NORLA/Norwegian Literature Abroad og Swedish Arts Council/Swedish Literature Exchange.
Rannsóknin var framkvæmd af utanaðkomandi samstarfsaðila, La&La Creative Agency.
