Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

22. febrúar, 2024

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

  • Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir

Lands­bundn­ar dóm­nefnd­ir til­nefna í ár sam­tals 13 verk til verðlaun­anna, en sam­eig­in­leg nor­ræn dóm­nefnd vel­ur vinn­ings­hafa árs­ins og verða verðlaun­in af­hent við hátíðlega at­höfn í Reykja­vík í haust í tengsl­um við 76. þing Norður­landaráðs.

  • Frá Álands­eyj­um er til­nefnd ljóðabók­in För att ta sig ur en rivström må­ste man röra sig i sidled eft­ir Mika­ela Nym­an.
  • Frá Dan­mörku eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Jordisk eft­ir Theis Ørntoft og Hafni for­tæller eft­ir Helle Helle.
  • Frá Finn­landi eru til­nefnd­ar skáld­sag­an 101 tapaa tappaa avi­omies. Menetelmäll­in­en mur­hamysteeri eft­ir Lauru Lind­stedt og Sinikku Vu­ola og ljóðabók­in Vill du kyssa en re­bell? eft­ir Evu-Stinu Bygg­mäst­ar.
  • Frá Fær­eyj­um er til­nefnd ljóðabók­in Lívfrøðiliga sam­an­set­ing­in í ein­um dropa av havvatni minn­ir um blóðið í mín­um æðrum eft­ir Kim Simon­sen.
  • Frá Íslandi eru til­nefnd­ar skál­dævi­sag­an Jarðsetn­ing eft­ir Önnu Maríu Boga­dótt­ur og skáld­sag­an Tól eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur.
  • Frá Nor­egi eru til­nefnd­ar skáld­sög­urn­ar Jeg plystrer i den mør­ke vind­en eft­ir Mariu Navarro Skar­an­ger og Fars rygg eft­ir Niels Fredrik Dahl.
  • Frá sa­míska málsvæðinu er til­nefnd per­sóna frá­sögn­in Leŋges hearggi Sáhčal fatnasa eft­ir Fredrik Prost.
  • Frá Svíþjóð eru til­nefnd­ar ljóðabæk­urn­ar Minn­en från glömsk­ans städer eft­ir Gunn­ar Har­ding og Nollamorfa eft­ir Joh­an Jön­son.

Óvenju­leg og mögnuð bók

Íslensku dóm­nefnd­ina skipa Kristján Jó­hann Jóns­son, Silja Björk Huldu­dótt­ir og Soffía Auður Birg­is­dótt­ir, sem er varamaður.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Jarðsetn­ingu sem Ang­ú­stúra gef­ur út seg­ir:

„Hvernig mót­ar um­hverfið okk­ur sem mann­eskj­ur? Hvernig er best að vinda ofan af þeirri hug­mynd að upp­sprett­ur jarðar séu ótæm­andi? Þetta eru meðal þeirra spurn­inga sem Anna María Boga­dótt­ir arki­tekt spyr í bók­verk­inu Jarðsetn­ingu. Bók­in kall­ast sterk­lega á við ann­ars veg­ar gjörn­ing sem Anna María stóð fyr­ir í stór­hýsi Iðnaðarbank­ans í miðborg Reykja­vík­ur í aðdrag­anda þess að húsið var rifið til að rýma til fyr­ir nýrri og arðvænni starf­semi og hins veg­ar sam­nefnda kvik­mynd henn­ar um niðurrif bygg­ing­ar­inn­ar sem var frum­sýnd 2021.

Í 40 mynda­opn­um bók­ar­inn­ar, sem eru vel staðsett­ar í textaflæðinu, má sjá ljós­mynd­ir Önnu Maríu frá niðurrif­inu og still­ur úr kvik­mynd­inni ásamt eldri svart­hvít­um ljós­mynd­um sem fanga notk­un bygg­ing­ar­inn­ar með til­heyr­andi mann­lífi.

Banka­bygg­ing­in mynd­ar ytri ramma frá­sagn­ar­inn­ar þar sem fjallað er um til­urð eða fæðingu henn­ar, þróun, and­lát og loks út­för. Jafn­vel þó stór­hýs­inu hafi við bygg­ingu verið ætlað hlut­verk til langr­ar framtíðar fékk það aðeins að þjóna til­gangi í rúma hálfa öld áður en það var dæmt úr leik og af­skrifað sem einnota. Þrátt fyr­ir að bygg­ing­in leiki stórt hlut­verk í Jarðsetn­ingu er bók­in miklu meira en fræðirit um arki­tekt­úr.

Með frum­leg­um texta og heill­andi mynd­efni tekst höf­undi að brúa bilið milli arki­tekt­úrs og bók­mennta. Jarðsetn­ing er áhrifa­mikið verk og per­sónu­legt þar sem höf­und­ur spegl­ar sig sem mann­eskju og eigið ævi­skeið í sögu um­ræddr­ar bygg­ing­ar. Því eins og Anna María orðar það þá geym­ir hús, líkt og lík­am­inn, minn­ing­ar og kannski erum við öll bygg­ing­ar – ým­ist á leið í urðun eða upp­fyll­ingu.

Jarðsetn­ing er ekki aðeins saga af húsi held­ur geym­ir hún þroska­sögu höf­und­ar sjálfs og er í þeim skiln­ingi marg­slung­in skál­dævi­saga. Anna María deil­ir minn­ing­um af upp­vaxt­ar­ár­um sín­um í fá­mennu sjáv­arþorpi á Aust­fjörðum, unglings­ár­um í Reykja­vík og leit að réttri mennt­un sem leiðir hana til Frakk­lands að lesa frönsku, heim til Íslands aft­ur að nema bók­mennt­ir, til Dan­merk­ur í tákn­fræði og menn­ing­ar­fræði og loks Banda­ríkj­anna í arki­tekt­úr.

Sam­hliða eig­in þroska­sögu stikl­ar höf­und­ur, í fyrstu per­sónu frá­sögn, á stóru í því sam­fé­lagsum­róti sem orðið hef­ur vegna tækni­breyt­inga, auk­inn­ar alþjóðavæðing­ar og sí­fellt um­fangs­meiri áhrifa kapí­tal­ism­ans. Eft­ir því sem sjón­deild­ar­hring­ur­inn stækk­ar fara efa­semd­ir henn­ar um ágæti ým­issa kerfa að hreiðra um sig og Anna María ger­ir sér sí­fellt bet­ur grein fyr­ir því að yf­ir­borð og inni­hald fara ekki endi­lega sam­an. Í stað þess að lesa aðeins bæk­ur og ljóð fer höf­und­ur mark­visst að lesa hús til að fá inn­sýn í tungu­mál þeirra og tákn­kerfi.

Jarðsetn­ing er margþætt verk sem á brýnt er­indi við sam­tím­ann. Höf­und­ur geng­ur á hólm við hug­mynda­fræði og gild­is­mat sam­fé­lags sem stýrt er af markaðs- og fjár­mála­öfl­um þar sem bruðl og sóun á kostnað jarðar­inn­ar hafa fengið að viðgang­ast alltof lengi. En eins og höf­und­ur bend­ir á get­ur það að varðveita í raun verið fram­sækn­asta lausn­in meðan niðurrif og ný­bygg­ing­ar geta verið dæmi um aft­ur­hald.

Þó kveikj­an að bók­verk­inu sé niðurrif eins húss á Íslandi er Anna María á skap­andi og skáld­leg­an hátt að skoða og greina valda­kerfi, orðræðu og strúkt­úr í menn­ing­ar­sögu­legu og alþjóðlegu sam­hengi. Jarðsetn­ing er mik­il­vægt inn­legg í umræðuna um hlut­skipti kvenna, sem lengi vel voru ekki teiknaðar inn í al­menn­ings­rýmið og þóttu fram af tutt­ug­ustu öld ekki eiga neitt er­indi í karllæg­an heim bygg­ingalist­ar­inn­ar.

Sú snjalla leið höf­und­ar að spegla ævi sína í Iðnaðarbanka­hús­inu skap­ar sterka hlut­tekn­ingu með bygg­ing­unni sem sárt er að kveðja und­ir lok bók­ar þegar niðurrifið hefst. Á sama tíma mark­ar end­ir­inn óumflýj­an­lega nýtt upp­haf. Hér er á ferðinni óvenju­leg og mögnuð bók.“

Glæsi­lega fléttuð frá­sögn

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Tól sem JPV út­gáfa gef­ur út seg­ir:

„Í þess­ari skáld­sög­unni eru fjór­ar aðal­per­són­ur, en vægi þeirra er mis­mun­andi. Sögumaður í fyrstu sög­unni er kvik­mynda­gerðar­kon­an Villa sem tal­ar í fyrstu per­sónu og tek­ur þannig stöðu höf­und­ar í

upp­hafi þó hún eigi ekk­ert skylt við eig­in­leg­an höf­und verks­ins. Villa seg­ir sögu Dimitri eða Dimma að mestu leyti um leið og sína. Aðrar sög­ur eru skrifaðar af þriðju per­sónu sem þekk­ir per­són­ur verks­ins, vík­ur oft að sögu Dimitri/​Dimma og seg­ir sögu Ninju, vin­konu Villu, auk Jóns Loga, barns­föður henn­ar.

Þess­ar fjór­ar grunn­sög­ur í bók­inni tengj­ast all­ar gegn­um Dimitri/​Dimma. Frá­sögn­inni er beitt eins og verk­færi eða tóli til þess að búa sann­leik­ann til og af­byggja hann á víxl. Lífið hef­ur leikið Dimitri/​Dimma hart og les­and­inn fær smám sam­an að vita að saka­skrá hans er ekki fög­ur. Jón Logi og Ninja vita það bæði en Villa, sem er að búa til kvik­mynd um Dimitri/​Dimma, reyn­ir að eyða þeirra sögu og skapa aðra feg­urri og betri, sögu sem hún þekk­ir og finnst sönn en öðrum þykir ótrú­verðug.

Ninja er að vinna með henni og þær tak­ast á um þetta. Villa vill að skáld­skap­ur henn­ar sé sann­leik­ur. Þannig skil­ur hún viðfangs­efni sitt vegna þess að hún hef­ur annað sjón­ar­horn en hinir.

Villa og Dimitri/​Dimmi tengj­ast á unglings­ár­um og þá voru þau að sjálf­sögðu önn­ur en þau eru orðin á frá­sagn­ar­tím­an­um. Villa á dreng sem hún vill ekki bregðast, en ger­ir það samt að miklu leyti. Að ein­hverju leyti virðist hún ætla kvik­mynd­inni að verja bernsku þeirra Dimitri/​Dimma, og jafn­framt sak­leysið sem bernsk­an geym­ir. Dimitri/​Dimmi er á sögu­tím­an­um orðinn hval­veiðimaður og hór­mang­ari og bæði glíma þau við fíkni­vanda sem hef­ur breytt þeim og rænt þeim per­sónu­leika sem Villu finnst að eitt sinn hafi verið þeirra og „sann­ur“ á sinn hátt.

Í upp­hafi sög­unn­ar er Villa stödd á kvik­myndaráðstefnu í Svíþjóð til þess að tala um kvik­mynd sína, þar verður árekst­ur milli skáld­skap­ar og upp­lýs­inga og í þeim árekstri hefst skáld­sag­an Tól. Smám sam­an verður ljóst að saga allra aðal­per­són­anna snýst um bar­áttu við að halda ævi sinni í línu­legri frá­sögn sem sam­fé­lag­inu geðjast að.

Sú línu­laga frá­sögn er alls ekki „sann­ari“ en hinn til­finn­inga­tengdi skáld­skap­ur Villu, sem Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir hef­ur sett sam­an og tengt við sög­una af Jóni Loga og Ninju. Hvaðan kom eig­in­lega sú hug­mynd að mann­lífið ætti að vera rök­rétt og línu­laga?

Tól eft­ir Krist­ínu Ei­ríks­dótt­ur er glæsi­lega fléttuð frá­sögn sem rist­ir djúpt í grein­ing­um sín­um á mann­líf­inu. Jafn­framt ögr­ar verkið vin­sæl­um hug­mynd­um um rétt­hugs­un, skáld­skap og mál­frelsi.“

Kröf­ur um list­rænt gildi

Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyr­ir fag­ur­bók­mennta­verk sem samið er á einu af nor­rænu tungu­mál­un­um. Það get­ur verið skáld­saga, leik­verk, ljóðabók, smá­sagna- eða rit­gerðasafn sem upp­fyll­ir strang­ar kröf­ur um bók­mennta­legt og list­rænt gildi. Mark­mið verðlaun­anna er að auka áhuga á menn­ing­ar­sam­kennd Norður­landa og að veita viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi starf á sviði lista.

Þess má geta að all­ar til­nefnd­ar bæk­ur árs­ins verða aðgengi­leg­ar á frum­mál­un­um á bóka­safni Nor­ræna húss­ins þegar það opn­ar aft­ur í júní eft­ir viðhald á hús­næðinu. Þar má einnig nálg­ast all­ar vinn­ings­bæk­ur frá upp­hafi. 


Allar fréttir

34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál - 28. október, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 61 umsókn barst í þessari síðari úthlutun ársins. Veittir voru styrkir að upphæð 7.660.000 kr.

Nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta flytur í Austurstræti 5 - 1. október, 2024 Fréttir

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta má finna í sama húsi Tónlistarmiðstöð, Sviðslistamiðstöð, Myndlistarmiðstöð, Listahátíð í Reykjavík, Safnaráð og List fyrir alla. 

Nánar

Miðstöð íslenskra bókmennta hluti af evrópsku samtökunum ENLIT - 28. október, 2024 Fréttir

Samtökin eru skipuð 27 stofnunum um alla Evrópu sem eiga það sameiginlegt að styðja við og styrkja þýddar bókmenntir og stuðla að útbreiðslu þeirra. 

Nánar

Allar fréttir