Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Sá fallegi leikur fótboltinn

Myndskeið

„Ef fólk finnur að þú berð virðingu fyrir því og þeirra menningu, þá eru þér allir vegir færir“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari, um nýjustu ljósmyndabók sína, Áfram Afríka.


„Ef fólk finnur að þú berð virðingu fyrir því og þeirra menningu, þá eru þér allir vegir færir“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari, um nýjustu ljósmyndabók sína Áfram Afríka. Þetta er risavaxið verkefni sem Páll hefur unnið að í tæp þrjú ár. Í bókinni sýnir hann þá Afríku sem hann sér. ,,Fótbolti er allstaðar'' segir hann, „Mig langaði til að leggja mitt að mörkum til að sýna fleiri hluti í álfunni en það sem er alltaf í fréttum á Vesturlöndum.“

Myndataka: Karl R.Lilliendahl

Viðtal/samsetning: Þorsteinn J.

Nánari upplýsingar: crymogea.is