Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Þetta er leit að sögum

Myndskeið

Auður Jónsdóttir tók fram fáein textabrot úr óbirtri sögu og las upp fyrir gesti á heimili sínu í Reykjavík.



Þetta er einn af þessum undarlegu dögum í Reykjavík; kosningadagur og hin geggjaða Júróvision lokakeppni sem þjóðin trúir meira á en Guð sinn. Þar að auki er Listahátíð í Reykjavík og hluti af henni er dagskrá á heimilum rithöfunda. Auður Jónsdóttir var meðal þeirra höfunda sem bauð fólki heim til sín, uppá kaffi og kaffibrauð, ásamt upplestri úr úr óútgefinni sögu: Kæra Auður Drauma. „Þetta verk er leit að sögum,“ segir hún sjálf, sögurnar héðan og þaðan, og tóna vægt við það hlutverk rithöfundarins eða listamannsins sem sést í verki Sigurðar Guðmundssonar frá 1975, sem hangir uppi á Héraðsdómshúsinu í Reykjavík: Listamaðurinn er alltaf aðeins á ská við samtíma sinn.

Myndataka/klipping: Þorsteinn J.
Tekið upp á heimili Auðar Jónsdóttur, laugardaginn 29. maí 2010.