Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Sögubræðsla

Myndskeið

Þýsk skáld skoðuðu landið, náttúruna og fornsögurnar ásamt þremur íslenskum listamönnum. För þeirra endaði á bar í miðbæ Reykjavíkur, á sögubræðslu; blöndu af tónlist og upplestri ljóða eða prósa.


Þýsk skáld skoðuðu landið, náttúruna og fornsögurnar ásamt þremur íslenskum listamönnum. För þeirra endaði á bar í miðbæ Reykjavíkur, á sögubræðslu; blöndu af tónlist og upplestri ljóða eða prósa.

Í júní flökkuðu þau um Ísland í leit að innblæstri, úr fornsögunum og náttúru landsins. Verkefnið er hluti af framlagi Íslands á bókasýningunni í Frankfurt 2011 og er unnið í samstarfi við Goethe-Institut í Kaupmannahöfn. Skáldin þrjú frá Þýskalandi voru Nora Gomringer, Finn-Ole Heinrich og Bas Böttcher, og með þeim í för voru Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Dóra DNA. Þegar þau sneru aftur til Reykjavíkur eftir nokkura daga ferð, lásu þau upp í miðborginni og ræddu um ferðina.

Viðtal: Bjoern Kozempel

Myndataka / klipping: Þorsteinn J.

Ljósmyndir: Karl R. Lilliendahl / Stella Soffía Jóhannesdóttir

Tónlist: Pétur Grétarsson / Dóri DNA