Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Sögustaðir Einars Fals & Collingwoods

Myndskeið

Rúmum 100 árum eftir að breski listamaðurinn W.G.Collingwood fer um vestanvert Ísland, fer Einar Falur ljósmyndari í fótspor hans og tekur ljósmyndir af sömu stöðum og meistarinn málaði.


„Ljósmyndirnar eru fryst augnablik, oft fjórðungur úr sekúndu til tvær sekúndur sem lesin eru inn á filmuna. Það er tíminn sem ég hef varðveitt. Hver var sambærilegur tími í sköpunarferli Collingwoods? Hvað var hann lengi að draga upp og/eða mála hverja mynd?“ Þetta segir ljósmyndarinn og skrásetjarinn Einar Falur Ingólfsson í bók sinni Sögustaðir sem kom út hjá bókaútgáfunni Crymogea nýverið. Í verkinu er að finna ljósmyndir hans við vatnslitamyndir og ljósmyndir William Gershom Collingwoods, sem fór um vestanvert Ísland árið 1897. Hundrað árum síðar fer Einar Falur á sömu staði og tekur ljósmyndir. Þjóðminjasafn Íslands varðveitir 203 verk eftir Collingwood og í tilefni af útgáfu bókarinnar, setti Einar Falur upp sýningu í Bogasal safnsins á nokkrum af verkum Collingwoods og eigin ljósmyndum.


Ljósmyndir úr bókinni Sögustaðir: Einar Falur Ingólfsson

Myndataka / ljósmyndir: Karl R. Lillendahl

Myndataka / samsetning: Þorsteinn J.

Tónlist: Einar Scheving, Cycles

www.myspace.com/einarscheving