Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Haugsnesbardagi í túninu heima

Myndskeið

„Það rann mikið blóð hér á Haugsnesgrundum,“ segir Sigurður Hansen bóndi og fyrrverandi lögreglumaður á Kringlumýri í Skagafirði.


Sigurður hefur sviðsett mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar sem lýst er í Sturlungu, Haugsnesbardaga sem háður var 19.apríl 1246. Sigurður sótti grjót á gröfunni sinni í nágrennið, 200 kílóa grjóthnullunga, einn fyrir hvern mann sem tók þátt í bardaganum. Hann lét útbúa ryðbrúna járnkrossa fyrir þá sem féllu og festi þá við steinana. Sigurður var rúmt ár að raða þessu upp á melnum. Þetta er einstök stillimynd af stöðu herjanna í upphafi bardagans. Brandur Kolbeinsson fór fyrir liði Ásbirninga sem voru á heimavelli. Þórður Kakali Sighvatsson stjórnaði liði árásarhersins norðan úr Eyjafirði.

Sagan af bardaganum og Sturlunga öll hefur verið Sigurði hjartfólgin frá því hann var strákur. Sturlunga er á náttborðinu, ásamt hinni helgu bók Biblíunni. „Ekki gott að segja hvor bókin er betri,“ segir Sigurður en hann trúir á þær báðar. 


Myndataka: Bjarni Felix Bjarnason

Klipping/samsetning: Þorsteinn J.

Tónlist: Amina