Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Lítið land, stórar sögur

Myndskeið

„Móðir mín var snauð og hafði ekkert handa mér nema skáldskap, það var allt sem hún átti og kunni,“ segir í textabroti úr skáldsögu eftir Þorstein frá Hamri, sem var hluti af opnunarmynd Íslands í Frankfurt á dögunum.


„Móðir mín var snauð og hafði ekkert handa mér nema skáldskap, það var allt sem hún átti og kunni...“ segir í skáldsögu Þorsteins frá Hamri, Möttull konúngur eða Caterpillar, sem var hluti af opnunarmynd Íslands í Frankfurt á dögunum. Bók opnast í íslensku landslagi, heitt vatn og fjöll, svarthvítar myndir af landi og fólki renna saman í lit, og Halldór Laxness segir frá því hvernig landið togar íbúana alltaf aftur heim.

Samsetning / klipping: Þorsteinn J.

Tónlist: Rökkurró (www.myspace.com/rokkurro)