Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Jólasagan í Odda

Myndskeið

„Það er trúlegt að 70-80 prósent af öllum bókum sem koma út á Íslandi, séu prentaðar um þetta leyti árs,“ segir Jón Ómar Erlingsson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda.


„Það er trúlegt að 70-80 prósent af öllum bókum sem koma út á Íslandi, séu prentaðar um þetta leyti árs,“ segir Jón Ómar Erlingsson framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda.

Það er mikið að gerast í Prentsmiðjunni Odda þessum árstíma og allar vélar eru keyrðar á fullu, til að koma jólabókunum í bókabúðir. „Það er líka svo ánægjulegt að fara í bæinn eftir vinnu og sjá þar bækurnar sem við höfum verið að prenta,“ segir Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir prentráðgjafi. „Hér í Odda er mikil reynsla og mikil saga, þetta er klárlega skemmtilegasti tími ársins.“