Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Varanlegar bókmenntir

Myndskeið

„Ég held að við þurfum á skáldskap að halda ef við eigum að komast út úr fárinu,“ sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur í viðtali við Sögueyjuna, skömmu fyrir andlát sitt.

Nú er verið að þýða á þýsku skáldsöguna Morgunþula í stráum, sem fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1998. Thor er sjálfur ennþá að skrifa, fram á nótt, og vill ekki segja nákvæmlega hvað það er. Kannski skáldsaga, sem verður tilbúin þegar hún er tilbúin, líkt og hann segir sjálfur. „Ég er alls ekki að reyna að skrifa Sturlungu aftur í Morgunþulu í stráum, ég er ekki að líkja eftir neinu sem hefur verið skrifað um Sturla Þórðarsson og tíma Sturlungu. Þetta er minn skáldskapur og það er mitt líf að skrifa, reyna að ná tökum á því sem maður skynjar.“

Thor Vilhjálmsson lést miðvikudaginn 2. mars, 85 ára að aldri, skömmu eftir viðtalið.


Framleiðsla/klipping: Þorsteinn J:

Myndataka: Bjarni Felix Bjarnason

Eldra myndefni: Sveinn M.Sveinsson í Plús film.

Spyrjandi: Einar Kárason