Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Halldór Laxness

Myndskeið

„Mér verður hugsað til minnar bókelsku þjóðar, Íslands. Hún hefur haft á mér vakandi auga frá því ég fór fyrst að standa í fæturna sem rithöfundur,“ sagði Halldór Laxness þegar hann kom heim til Íslands með Nóbelsverðlaunin árið 1955.

Það er óhætt að segja að verk Laxness séu þjóðargersemi á Íslandi. Í haust verða allar bækur hans gerðar aðgengilegar þýskum lesendum í nýjum útgáfum og þýðingum. Áhugi á verkum hans er þar enn mikill, að sögn Valgerðar Benediktsdóttur á Réttindastofu Forlagsins, og ekki er hann minni hér á Íslandi. Verk Halldórs eru lesin í flestum skólum landsins og nú um stundir er vinsælt að fara með nemendur í heimsókn í Hús skáldsins, Gljúfrastein í Mosfellsdal.

Myndataka/klipping: Þorsteinn J.
Tónlist: Samaris, sigurvegarar Músíktilrauna 2011, með lagið „Hljóma þú“.
Eldra myndefni: Kvikmyndasafn Íslands, þulur Kristján Eldjárn.