Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Sálnahulstur

Myndskeið

„Mér finnst að það hljóti að vera margt líkt við að vinna með íslensku handritin og múmíurnar á British Museum,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður.


„Mér finnst að það hljóti að vera margt líkt við að vinna með íslensku handritin og múmíurnar á British Museum,“ segir Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður.

Hún vinnur nú að sýningu, sem verður opnuð í Schirn Kunsthalle í Frankfurt í lok september. Sýningin ber heitið Crepusculum og er unnin í kringum níu íslensk skinnahandrit, sem Gabríela valdi sjálf.

„Ég valdi þessi handrit eftir því hvernig þau litu út, sem kom fræðimönnunum upp á Árnastofnun svolítið á óvart. Ég sá þau fyrir mér sem einhvers konar hylki, sálnahlustur utan um reynslu og sögu fólks fyrr á tímum. Það tónar fullkomlega við það sem ég er að vinna í í verkinu mínu.“

Myndataka: Bjarni Felix Bjarnason / Þorsteinn J.

Samsetning: Þorsteinn J.