Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Fornritin til Frankfurt?

Myndskeið

Verið er að kanna kosti þess að einhver íslensku fornritanna, sem geymd eru í Árnastofnun í Reykjavík, verði hluti af sýningu í Frankfurt á næsta ári.


Áhugi Þjóðverja á fornritunum er mikill.  Það eru stórtíðindi ef ritin verða flutt til Þýskalands en það er ekki auðvelt mál að fara með íslensku handritin úr landi. Ríkisstjórn Íslands þarf að blessa það sérstaklega og mikil öryggisgæsla þarf að vera á sýningarsvæðinu.

Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, lét taka fram fáein fornrit úr öryggisgeymslunni af þessu tilefni og sagði frá sögu þeirra.


Myndataka / klipping: Þorsteinn J.
Tónlist: Pétur Grétarsson.

http://www.arnastofnun.is