Myndskeið

Skemmtileg viðtöl við höfunda, þýðendur, listamenn og fleiri um íslenskar bókmenntir og menningu.

Kristín & konurnar

Myndskeið

,,Ég nötraði þegar ég saumaði út fyrstu myndina'' segir Kristín Gunnlaugsdóttir málari. Hún sýndi í Reykjavík nýverið nýjar myndir, sem hún málar ekki heldur saumar í grófan striga.

 

„Ég nötraði þegar ég saumaði út fyrstu myndina,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir málari. Hún sýndi í Reykjavík nýverið nýjar myndir, sem hún málar ekki heldur saumar í grófan striga.

Myndefnið er nýstárlegt ef miðað er við fyrri verk, helgimyndir og fínleg málverk af guðlegum verum á bak og burt: Nú er það konan, komin úr öllu og í henni sýnilegur sá kraftur sem býr í sköpunarverkinu. ,,Ég hef engan áhuga á afskræmingu eða breytingum breytinganna vegna'' segir Kristín. ,,Mig langaði einfaldlega að ganga lengra með eitthvað sem ég var búin að fullkanna.''

Myndataka: Bjarni Felix Bjarnason

Hljóð / klipping: Þorsteinn J.

Tónlist: Mugison www.mugison.com

www.kristing.is