Dvalarstyrkir þýðenda

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2024

Umsóknarfrestur er einu sinni á ári; 1. október. 

Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2025, en þó ekki yfir sumartímann. 

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands standa að dvalarstyrkjunum. Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2025, en þó ekki yfir sumartímann. Auk húsnæðisins er flugmiði greiddur og auk þess 30.000 kr á viku í dvalarstyrk. 

Umsóknir, þar sem fram kemur hvaða verk umsækjandi hefur þýtt/ætlar að þýða úr íslensku, og hvaða tíma er óskað eftir til dvalar, skulu berast fyrir 1. október 2024.

Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.

Svör við umsóknum um dvalarstyrki þýðenda berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

  • Gunnarshus-vinnuadstada
  • Gunnarshus-stofa
  • Gunnarshus-eldhus
  • Gunnarshus-matarkrokur
  • Svefnherbergi
  • Gunnarshus-sofi