Þýðingar á erlend mál

Næsti umsóknarfrestur er kl. 15:00, 17. febrúar 2024.

Umsóknarfrestur er tvisvar á ári; 15. febrúar og 15. september. 

Einungis erlendir útgefendur geta sótt um þýðingastyrki á erlend mál. 

Hægt er að skoða fyrri úthlutanir hér til hægri.

Almennir styrkir til þýðinga á erlend mál (sjá hér fyrir þýðingar á norræn mál) eru veittir tvisvar á ári og er þeim ætlað að styrkja þýðingar úr íslensku yfir á erlend mál. Styrktar eru jafnt þýðingar á skáldskap og ritum almenns efnis að því tilskyldu að útgáfa/flutningur verkanna og dreifing innan málsvæðisins sé tryggð.

Einungis erlendir útgefendur geta sótt um.

Umsóknarfrestir: 15. febrúar og 15. september. Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á ensku síðunni fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.

Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Kynning á þýðanda og útgefnum verkum hans. Þýðandi þarf að hafa tungumálið sem þýtt er á að móðurmáli. 
  • Samningur við íslenskan rétthafa verksins.
  • Samningur við þýðanda verksins. 
  • Upplýsingar um verkið ásamt sýnishorni úr þýðingu með upprunalegum texta.

Vakin er athygli á að listi yfir styrkþega er birtur opinberlega.

Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar: Greiðslufyrirkomulag og skilmálar.

Svör við umsóknum um styrki til þýðinga á erlend mál berast með tölvupósti eigi síðar en 6 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.