36 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr ensku, frönsku, latínu, spænsku, katalónsku og þýsku

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 12.5 milljónum króna í 36 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins 2021.

30. apríl, 2021

Verk eftir höfundana Olgu Tokarczuk, Alejandro Palomas, Carson Ellis, Friedrich Hölderlin, Kim Thuy, Hal Sirowitz , Barböru Demick og marga fleiri hlutu þýðingastyrki.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var 12.5 milljónum veitt í 36 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra.

Alls bárust 65 umsóknir og sótt var um tæpar 48 milljónir króna.

Þaulreyndir og nýir þýðendur snúa fjölbreyttum verkum á íslensku

Það kennir ýmissa grasa meðal verka sem hlutu styrki og von er á fjölbreyttri útgáfu íslenskra þýðinga á næstunni fyrir alla aldurshópa. Þýtt verður úr ensku, frönsku, latínu, spænsku, katalónsku og þýsku og eiga lesendur því von á spennandi bókum á íslensku sem koma víða að.

Mikilvægi góðra þýðenda er óumdeilt því án þeirra gætum við ekki lesið erlendar bækur á íslensku. Margir þýðenda bókanna sem hlutu styrki nú eru þaulreyndir og hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar en einnig má sjá nýrri þýðendur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • Les Liaisons dangereuses eftir Pierre Choderlos de Laclos. Þýðandi: Friðrik Rafnsson. Útgefandi: Ugla útgáfa
  • Prowadź swój pług przez kości umarłych eftir Olgu Tokarczuk. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur
  • Eat the Buddha: Life and Death in a Tibetan Town eftir Barbara Demick. Þýðandi: Uggi Jónsson. Útgefandi: Angústúra
  • A Journal of the Plague Year eftir Daniel Defoe. Þýðandi: Aðalsteinn Eyþórsson. Útgefandi: Sæmundur / Sunnan 4
  • Cilka's Journey eftir Heather Morris. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Hyperion; oder, Der Eremit in Griechenland eftir Friedrich Hölderlin. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason. Útgefandi: Háskólaútgáfan
  • Un Hijo eftir Alejandro Palomas. Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir. Útgefandi: Drápa
  • César Birotteau eftir Honoré de Balzac. Þýðandi: Sigurjón Björnsson. Útgefandi: Skrudda
  • My dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell. Þýðandi: Harpa Rún Kristjánsdóttir. Útgefandi: Króníka
  • The Lie Tree eftir Frances Hardinge. Þýðandi: Dýrleif Bjarnadóttir. Útgefandi: Partus forlag
  • Rainbow Valley eftir Lucy Maud Montgomery. Þýðandi: Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Útgefandi: Ástríki
  • My Therapist Said eftir Hal Sirowitz. Þýðandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Útgefandi: Dimma
  • The Terrible eftir Yrsa Daley-Ward. Þýðandi: Ari Blöndal Eggertsson Útgefandi: Hringaná
  • Ru eftir Kim Thuy. Þýðandi: Arndís Lóa Magnúsdóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Myndríkar barna- og ungmennabækur sem hlutu styrki:

  • The Beast of Buckingham Palace eftir David Walliams og Tony Ross. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Útgefandi: BF-útgáfa
  • The Bolds in Trouble eftir Julian Clary og David Roberts. Þýðandi: Magnús Jökull Sigurjónsson. Útgefandi: Ugla útgáfa
  • Du Iz Tak? eftir Carson Ellis. Þýðandi: Sverrir Norland. Útgefandi: AM forlag
  • Dans mon petit coeur eftir Jo Witek og Christiney Roussey. Þýðandi: Hallgrímur Helgason. Útgefandi: Drápa
  • Wizards of Once. Never and Forever eftir Cressida Cowell. Þýðandi: Jón Stefán Kristjánsson. Útgefandi: Angústúra

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2021.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir