Aldrei hafa jafn margar umsóknir um útgáfustyrki borist Miðstöð íslenskra bókmennta

Alls bárust nú 116 umsóknir um útgáfustyrki sem er mesti fjöldi umsókna í þeim styrkjaflokki frá upphafi. 55 styrkir voru veittir og heildarúthlutun var 28 milljónir króna.

30. apríl, 2021 Fréttir

Bækur um bókmenntir, náttúru, byggingalist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár.

Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið útgáfustyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka.  Alls bárust 116 umsóknir að þessu sinni og sótt var um rúmar 130 milljónir króna. Í fyrra bárust 69 umsóknir um útgáfustyrki og er þetta því 68% fjölgun umsókna milli ára. Það má því álykta að mikil gróska sé í útgáfu íslenskra ritverka og greinilegt að von er á spennandi verkum um bókmenntir, náttúru, byggingalist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og margt fleira á næstunni.

Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár eru:

 

 • Húsnæðiskostur og híbýlaprýði. Ritstjóri: Anna María Bogadóttir. Útgefandi: Úrbanistan
 • Í leit að listrænu frelsi (vinnutitill) / Ævi og listsköpun Muggs, Guðmundar Thorsteinssonar. Aðalhöfundur er Kristín Guðnadóttir, ritstj. Harpa Þórsdóttir. Útgefandi: Listasafn Íslands
 • Kristín Þorkelsdóttir: ferill, störf og verk. Höfundar: Bryndís Björgvinsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir. Útgefandi: Angústúra
 • Merki Íslands. Höfundur: Bragi Valdimar Skúlason. Útgefandi: Brandenburg hönnunarstofa
 • Á elleftu stundu - Uppmælingarferðir danskra arkitektaskóla til Íslands 1970-2006. Höfundur: Kirsten Simonsen. Myndhöfundar: Poul Nedergaard Jensen, Jens Frederiksen, o.fl. Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands
 • Ísland undraland. Höfundur: Ómar Ragnarsson. Útgefandi: Sögur útgáfa
 • Veitt í vötnum. Höfundur: Ingimundur Bergsson. Útgefandi: Útgáfuhúsið Verðandi
 • Bláleiðir. Höfundar: Oddný Eir Ævarsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir. Útgefandi: Eirormur
 • Með flugur í höfðinu. Sýnisbók íslenskra prósaljóða og örsagna 1922-2012. Höfundar: Kristín Guðrún Jónsdóttir og Óskar Árni Óskarsson. Útgefandi: Forlagið
 • Farsótt. Sýkingar, sóttir og lækningar í Þingholtsstræti 25. Höfundur: Kristín Svava Tómasdóttir. Útgefandi: Sögufélag
 • Grímur Thomsen og 19. öldin. Höfundar: Sveinn Yngvi Egilsson og Þórir Óskarsson ritstjórar. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
 • Mislingar á Íslandi. Höfundur: Erla Dóris Halldórsdóttir. Útgefandi: Nýhöfn
 • Framfarasinnaður frumkvöðull á Eyrarbakka: Eugenía Nielsen (1850-1916). (Vinnutitill). Höfundur: Kristín Bragadóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa
 • Markús Ívarsson. Íslandssaga alþýðumanns. Höfundur: Jón Hjaltason. Útgefandi: Völuspá útgáfa
 • Ástusögur. Ritstjórar: Dr. Guðrún Steinþórsdóttir og dr. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir. Útgefandi: Lesstofan
 • Alls konar íslenska - Málstefna fyrir 21. öldina. Höfundur: Eiríkur Rögnvaldsson. Útgefandi: Forlagið
 • Skáldkonur. Höfundur: Guðrún Ingólfsdóttir. Útgefandi: Bjartur
 • Skrímsl. Jöðrun og afmennskun í íslenskum miðaldabókmenntum. Höfundur: Arngrímur Vídalín. Útgefandi: Háskólaútgáfan
 • Fjölærar plöntur. Höfundur: Guðríður Helgadóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
 • Gengið til rjúpna. Höfundur: Dúi J. Landmark. Útgefandi: Veröld
 • Rauðir fánar. Alþýðuflokkurinn, Komintern og kommúnistahreyfingin á Íslandi, 1925-1930. Höfundur: Snorri G. Bergsson. Útgefandi: BF-útgáfa
 • Nýjar Íslendingasögur. Höfundur: Margrét Blöndal. Útgefandi: Drápa
 • Íslenskir fuglar í árstíðunum fjórum. Höfundur: Sigurður Ægisson. Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar
 • Eggert Pétursson - Verk. Ritstjóri: Þorlákur Einarsson. Útgefandi: j9

 

Hér má sjá heildarúthlutun útgáfustyrkja 2021.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 1. júlí, 2021 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 5. júlí til 3. ágúst.

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Allar fréttir