NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar

18. janúar, 2021

Haldinn er sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.

  • IMG_1468

Systurstofnanirnar í NordLit hafa um árabil átt gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að auka lestur norrænna bókmennta, efla sýnileika þeirra og útbreiðslu með ýmsum hætti - og hvernig þær geta miðlað og lært hver af annarri í því starfi.

Hverjir eru í NordLit?

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna.

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Islit) eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku, GreenLit í Grænlandi, og menningarráð Samalands.

Samstarfsverkefni innan NordLit.

Meðal samstarfsverkefna NordLit undanfarin ár er sameiginlegur bás Norðurlandanna á bókamessunum í London og í Bologna, og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, starfsmannaskipti, kynningarmál og margt fleira. 

Samstarf í heimsfaraldri. 

Á liðnu ári þegar engar bókamessur fóru fram í raunheimum tóku miðstöðvarnar höndum saman um sérstakt átak í þýðingum norrænna bókmennta á erlend mál með því að veita hærra styrkhlutfall en vant er vegna heimsfaraldursins og það er samdóma álit allra að það hafi skilað góðum árangri.

Danir sáu um skipulagið.

Að þessu sinni stóð til að hittast í Kaupmannahöfn og skipulag var í höndum dönsku bókmenntamiðstöðvarinnar sem heyrir undir Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council, og sáu þau um undirbúning og skipulag fundarins. 24 starfsmenn og stjórnendur tóku þátt í fundinum fyrir hönd sex miðstöðva. 

Fjarfundur.

IMG_1473IMG_1467

Góðum gestum boðið til fundarins. Fundirnir fóru fram á Zoom og var fjallað um ýmis mál er lúta að starfsemi bókmenntamiðstöðvanna, skipst á hugmyndum og leitað leiða til að skerpa á, efla og styrkja starfsemina og útbreiðslu bókmenntanna. 

Nokkrum gestum var boðið til fundarins; breskum útgefanda og dönskum umboðsmanni, sem og fulltrúum bókamessunnar í Gautaborg. Þau lýstu því hvaða áhrif heimsfaraldur hefur haft á þeirra starf, þegar engar bókamessur eru haldnar í raunheimum - og sögðu frá ýmsar aðrar leiðir eru farnar og margar nýjungar sem komnar eru til að vera að þeirra mati. Einnig var boðið til fundarins fulltrúa Norrænu ráðherranefndarinnar en bókmenntamiðstöðvarnar innan NordLit fá árlega úthlutað ákveðinni upphæð sem nýta skal í norræna þýðingastyrki og útdeilir hver miðstöð styrkjunum í sínu landi. 


Allar fréttir

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Allar fréttir