NordLit, samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, héldu samstarfsfund 13. og 14. janúar

18. janúar, 2021

Haldinn er sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna. Í ár stóð til að hittast í Kaupmannahöfn en vegna aðstæðna var fundurinn rafrænn.

  • IMG_1468

Systurstofnanirnar í NordLit hafa um árabil átt gott og gjöfult samstarf með það sameiginlega markmið að auka lestur norrænna bókmennta, efla sýnileika þeirra og útbreiðslu með ýmsum hætti - og hvernig þær geta miðlað og lært hver af annarri í því starfi.

Hverjir eru í NordLit?

Haldinn er einn sameiginlegur vinnufundur stjórnenda og starfsfólks bókmenntamiðstöðvanna í janúar ár hvert, til skiptis í höfuðborgum landanna.

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Islit) eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku, GreenLit í Grænlandi, og menningarráð Samalands.

Samstarfsverkefni innan NordLit.

Meðal samstarfsverkefna NordLit undanfarin ár er sameiginlegur bás Norðurlandanna á bókamessunum í London og í Bologna, og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, starfsmannaskipti, kynningarmál og margt fleira. 

Samstarf í heimsfaraldri. 

Á liðnu ári þegar engar bókamessur fóru fram í raunheimum tóku miðstöðvarnar höndum saman um sérstakt átak í þýðingum norrænna bókmennta á erlend mál með því að veita hærra styrkhlutfall en vant er vegna heimsfaraldursins og það er samdóma álit allra að það hafi skilað góðum árangri.

Danir sáu um skipulagið.

Að þessu sinni stóð til að hittast í Kaupmannahöfn og skipulag var í höndum dönsku bókmenntamiðstöðvarinnar sem heyrir undir Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council, og sáu þau um undirbúning og skipulag fundarins. 24 starfsmenn og stjórnendur tóku þátt í fundinum fyrir hönd sex miðstöðva. 

Fjarfundur.

IMG_1473IMG_1467

Góðum gestum boðið til fundarins. Fundirnir fóru fram á Zoom og var fjallað um ýmis mál er lúta að starfsemi bókmenntamiðstöðvanna, skipst á hugmyndum og leitað leiða til að skerpa á, efla og styrkja starfsemina og útbreiðslu bókmenntanna. 

Nokkrum gestum var boðið til fundarins; breskum útgefanda og dönskum umboðsmanni, sem og fulltrúum bókamessunnar í Gautaborg. Þau lýstu því hvaða áhrif heimsfaraldur hefur haft á þeirra starf, þegar engar bókamessur eru haldnar í raunheimum - og sögðu frá ýmsar aðrar leiðir eru farnar og margar nýjungar sem komnar eru til að vera að þeirra mati. Einnig var boðið til fundarins fulltrúa Norrænu ráðherranefndarinnar en bókmenntamiðstöðvarnar innan NordLit fá árlega úthlutað ákveðinni upphæð sem nýta skal í norræna þýðingastyrki og útdeilir hver miðstöð styrkjunum í sínu landi. 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir