Bókamessan í Gautaborg 22.-25. september: Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín

Bókamessan í Gautaborg er haldin dagana 22. -25. september þar sem boðið er upp á höfundaviðtöl, fyrirlestra og margt fleira.

12. september, 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu þar sem gestir geta kynnt sér verk íslenskra höfunda. 
Staðsetning íslenska bássins: C03:39

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 22. -25. September, en messan er einn af stærstu bókmenntaviðburðum á Norðurlöndum. Íslenskar bókmenntir skipa sinn sess á hátíðinni sem endranær og munu höfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín í nokkrum viðburðum. Nú verður messan aftur haldin með hefðbundnu sniði eftir heimsfaraldurinn þar sem norrænir lesendur og höfundar fá loksins að hittast aftur. 

Fjöldi íslenskra bóka í sænskum þýðingum á íslenska básnum

Bas_1662562673063

Gautaborgarmessan er bæði bókmenntahátíð og sölumessa þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýútkomin verk og spjallað við höfunda, útgefendur og aðra aðila á bókmenntasviðinu. Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni þar sem fundað verður með erlendum útgefendum og íslenskar bókmenntir kynntar. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn.
Margar þeirra íslensku bóka sem hægt verður að skoða á básnum, eru fáanlegar í sænskum þýðingum og eru eftir höfunda á borð við Arnald Indriðason, Lilju Sigurðardóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Andra Snæ Magnason, Kristínu Eiríksdóttur og Elísabetu Jökulsdóttur.

Saenskar-thydingar-fyrir-frettabref

Blóðsúthellingar 13. aldar, kvenfrelsi og sagnalist

Rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir koma fram í nokkrum viðburðum á messunni en bækur eftir þau njóta mikilla vinsælda í Svíþjóð.

Audurmagnusdottir-svarthvitEinar Kárason ræðir bók sína Þung ský við John Swedenmark þýðanda en bókin er væntanleg á sænsku á næstu dögum. Einnig kemur Einar fram í viðburði á messunni á vegum Gautaborgarháskóla þar sem hann fjallar um blóðsúthellingar og orrustur 13. aldarinnar í tengslum við Sturlungu ásamt Dr. Auði Magnúsdóttur sagnfræðiprófessor við Gautaborgarháskóla.


Guðrún Eva verður í samtali með rithöfundunum Lottu Lindberg og Monu Hövring þar sem fjallað verður um hvernig kvenfrelsi birtist í verkum þeirra á ólíkan hátt. Bók Guðrúnar Evu, Ástin Texas, kom nýlega út í sænskri þýðingu og hefur fengið afar góðar viðtökur þar í landi.

Taka einnig þátt í viðburðum í Stokkhólmi

Höfundarnir tveir taka einnig þátt í viðburðum í Stokkhólmi fyrir og eftir bókamessuna. Einar Kárason les upp úr bókum sínum og spjallar við gesti í bókabúðinni Söderbokhandeln Hansson & Bruce. Guðrún Eva kemur fram í viðburði á vegum Stokkhólmsbókasafns þar sem hún ræðir verk sín.

John

Öflugur talsmaður íslenskra bókmennta í Svíþjóð

Sænski þýðandinn John Swedenmark, sem þýtt hefur fjöldann allan af íslenskum bókmenntum, er einn okkar helsti menningarsendiherra og tekur hann einnig þátt í messunni. John er þýðandi Einars og Guðrúnar Evu auk fjölda annarra íslenskra höfunda.


Hægt er að nálgast heildardagskrá Gautaborgarmessunnar hérAllar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 - 1. desember, 2023 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar

Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur. - 30. nóvember, 2023 Fréttir

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17% - 16. nóvember, 2023 Fréttir

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar

Allar fréttir