Bókamessan í Gautaborg 22.-25. september: Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín

Bókamessan í Gautaborg er haldin dagana 22. -25. september þar sem boðið er upp á höfundaviðtöl, fyrirlestra og margt fleira.

12. september, 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu þar sem gestir geta kynnt sér verk íslenskra höfunda. 
Staðsetning íslenska bássins: C03:39

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 22. -25. September, en messan er einn af stærstu bókmenntaviðburðum á Norðurlöndum. Íslenskar bókmenntir skipa sinn sess á hátíðinni sem endranær og munu höfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín í nokkrum viðburðum. Nú verður messan aftur haldin með hefðbundnu sniði eftir heimsfaraldurinn þar sem norrænir lesendur og höfundar fá loksins að hittast aftur. 

Fjöldi íslenskra bóka í sænskum þýðingum á íslenska básnum

Bas_1662562673063

Gautaborgarmessan er bæði bókmenntahátíð og sölumessa þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér nýútkomin verk og spjallað við höfunda, útgefendur og aðra aðila á bókmenntasviðinu. Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni þar sem fundað verður með erlendum útgefendum og íslenskar bókmenntir kynntar. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn.
Margar þeirra íslensku bóka sem hægt verður að skoða á básnum, eru fáanlegar í sænskum þýðingum og eru eftir höfunda á borð við Arnald Indriðason, Lilju Sigurðardóttur, Þóru Hjörleifsdóttur, Andra Snæ Magnason, Kristínu Eiríksdóttur og Elísabetu Jökulsdóttur.

Saenskar-thydingar-fyrir-frettabref

Blóðsúthellingar 13. aldar, kvenfrelsi og sagnalist

Rithöfundarnir Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir koma fram í nokkrum viðburðum á messunni en bækur eftir þau njóta mikilla vinsælda í Svíþjóð.

Audurmagnusdottir-svarthvitEinar Kárason ræðir bók sína Þung ský við John Swedenmark þýðanda en bókin er væntanleg á sænsku á næstu dögum. Einnig kemur Einar fram í viðburði á messunni á vegum Gautaborgarháskóla þar sem hann fjallar um blóðsúthellingar og orrustur 13. aldarinnar í tengslum við Sturlungu ásamt Dr. Auði Magnúsdóttur sagnfræðiprófessor við Gautaborgarháskóla.


Guðrún Eva verður í samtali með rithöfundunum Lottu Lindberg og Monu Hövring þar sem fjallað verður um hvernig kvenfrelsi birtist í verkum þeirra á ólíkan hátt. Bók Guðrúnar Evu, Ástin Texas, kom nýlega út í sænskri þýðingu og hefur fengið afar góðar viðtökur þar í landi.

Taka einnig þátt í viðburðum í Stokkhólmi

Höfundarnir tveir taka einnig þátt í viðburðum í Stokkhólmi fyrir og eftir bókamessuna. Einar Kárason les upp úr bókum sínum og spjallar við gesti í bókabúðinni Söderbokhandeln Hansson & Bruce. Guðrún Eva kemur fram í viðburði á vegum Stokkhólmsbókasafns þar sem hún ræðir verk sín.

John

Öflugur talsmaður íslenskra bókmennta í Svíþjóð

Sænski þýðandinn John Swedenmark, sem þýtt hefur fjöldann allan af íslenskum bókmenntum, er einn okkar helsti menningarsendiherra og tekur hann einnig þátt í messunni. John er þýðandi Einars og Guðrúnar Evu auk fjölda annarra íslenskra höfunda.


Hægt er að nálgast heildardagskrá Gautaborgarmessunnar hér



Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir