Framundan í haust; bókamessurnar í Gautaborg og Frankfurt

21. ágúst, 2019

Höfundar, útgefendur og Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í september og október.

  • 22135559_1479409635469136_2083272474483978445_o

Framundan er stórar og rótgrónar bókamessur í Gautaborg og Frankfurt þar sem höfundar koma fram og útgefendur og aðrir bókaunnendur frá öllum heimshornum koma saman til að kynna sér það nýjasta í bókmenntaheiminum. 

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með aðstöðu á báðum messunum á íslenska básnum og býður gesti og gangandi velkomna að líta við.

Bókamessan í Gautaborg 26.-29. september 

Höfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á Gautaborgarmessunni í ár og ræða m.a. nútímann, ímyndunarafl og ljóðrænu í tungumálinu, nýjar glæpasögur og ofurhetjuna Viktoríu í fjölbreyttri og spennandi dagskrá.

Miðstöð íslenskra bókmennta heldur utan um dagskrá íslensku höfundanna í samráði við stjórnendur messunnar. 

Íslenski básinn á bókamessunni er í samstarfi við Íslandsstofu en þar eru bækur íslenskra höfunda kynntar og seldar, margar hverjar í sænskum þýðingum og það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem hefur umsjón með því. Básinn er númer C03:39 og er hönnun hans í höndum HAF studio . Öll velkomin!

22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o_1569319755019

Sjá hér heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2019.

Bókamessan í Frankfurt 16.-20. október

Ein stærsta alþjóðlega bókamessa heims hefst í Frankfurt þann 16. október og er Noregur heiðurslandið í ár. 

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna að venju og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum á íslenska básnum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur veg og vanda af. Þar verða einnig íslenskir útgefendur en þessi fimm daga alþjóðlega bókamessa er sú stærsta í Evrópu.

Básinn er númer 5.0 B82, hönnun Studio Studio. verið öll velkomin! 

Frankfurt-bas-mib_1569320447761

Hægt er að óska eftir fundum á islit@islit.is.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir