Framundan í haust; bókamessurnar í Gautaborg og Frankfurt

21. ágúst, 2019

Höfundar, útgefendur og Miðstöð íslenskra bókmennta á bókamessum í Gautaborg og Frankfurt í september og október.

  • 22135559_1479409635469136_2083272474483978445_o

Framundan er stórar og rótgrónar bókamessur í Gautaborg og Frankfurt þar sem höfundar koma fram og útgefendur og aðrir bókaunnendur frá öllum heimshornum koma saman til að kynna sér það nýjasta í bókmenntaheiminum. 

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með aðstöðu á báðum messunum á íslenska básnum og býður gesti og gangandi velkomna að líta við.

Bókamessan í Gautaborg 26.-29. september 

Höfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á Gautaborgarmessunni í ár og ræða m.a. nútímann, ímyndunarafl og ljóðrænu í tungumálinu, nýjar glæpasögur og ofurhetjuna Viktoríu í fjölbreyttri og spennandi dagskrá.

Miðstöð íslenskra bókmennta heldur utan um dagskrá íslensku höfundanna í samráði við stjórnendur messunnar. 

Íslenski básinn á bókamessunni er í samstarfi við Íslandsstofu en þar eru bækur íslenskra höfunda kynntar og seldar, margar hverjar í sænskum þýðingum og það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem hefur umsjón með því. Básinn er númer C03:39 og er hönnun hans í höndum HAF studio . Öll velkomin!

22135400_1479405822136184_7870211074434027044_o_1569319755019

Sjá hér heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2019.

Bókamessan í Frankfurt 16.-20. október

Ein stærsta alþjóðlega bókamessa heims hefst í Frankfurt þann 16. október og er Noregur heiðurslandið í ár. 

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna að venju og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum á íslenska básnum, sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur veg og vanda af. Þar verða einnig íslenskir útgefendur en þessi fimm daga alþjóðlega bókamessa er sú stærsta í Evrópu.

Básinn er númer 5.0 B82, hönnun Studio Studio. verið öll velkomin! 

Frankfurt-bas-mib_1569320447761

Hægt er að óska eftir fundum á islit@islit.is.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir