Höfundaheimsóknir í framhaldsskólana hafa fengið byr undir báða vængi

Tuttugu og sex höfundar hafa heimsótt fimmtán framhaldsskóla um allt land.

27. október, 2021

Meðal höfunda sem tekið hafa þátt í verkefninu eru: Andri Snær Magnason, Anna Hafþórsdóttir, Arnar Már Matthíasson, Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Fritzson, Dagur Hjartarson, Dóri DNA, Einar Kárason, Eva Björg Ægisdóttir, Fríða Ísberg, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hildur Knútsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ragnar Jónasson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón, Þóra Hjörleifsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson.

Hófst sem tilraunaverkefni 

Vorið 2020 hleypti Miðstöð íslenskra bókmennta af stokkunum verkefninu Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Verkefnið var tilraunaverkefni og til þess gert að kanna þörf og áhuga framhaldsskólakennara og -nemenda á heimsóknum rithöfunda í kennslustundir. Verkefnið fékk fljótt byr undir báða vængi og fyrsta árið sem það var starfrækt nýtti fjöldi framhaldsskóla sér tækifærið til að bjóða höfundi í heimsókn skólanum að kostnaðarlausu, þrátt fyrir ýmis vandkvæði við að útfæra skólaheimsóknir sökum Covid-19.

Hefur sannað gildi sitt

Þótt ekki séu liðin nema tæp tvö ár þá hefur verkefnið þegar sannað sig. Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir heimsóknum höfunda í framhaldsskólana en nú þegar hafa alls 26 höfundar farið í tæplega hundrað heimsóknir í alls 15 framhaldsskóla um allt land. Góðar viðtökur og almenn ánægja kennara og nemenda með verkefnið er mikið fagnaðarefni og Miðstöð íslenskra bókmennta vonast til að geta gert höfundaheimsóknir í framhaldsskólana að föstum lið í starfsemi sinni.

Samtöl höfunda og nemenda

Höfundaheimsóknirnar eru skipulagðar með þeim hætti að kennurum gefst kostur á að panta heimsókn frá rithöfundi sem fyrirhugað er að lesa verk eftir þá önnina. Höfundurinn heimsækir nemendur í kennslustund og ræðir við þá um bækur sínar og nemendurnir fá tækifæri til að bera upp spurningar og vangaveltur sínar við höfundinn eftir lesturinn. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bókmenntum og starfi rithöfunda.

Fjölbreytilegur hópur höfunda 

Meðal höfunda sem tekið hafa þátt í verkefninu eru: Andri Snær Magnason, Anna Hafþórsdóttir, Arnar Már Matthíasson, Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Fritzson, Dagur Hjartarson, Dóri DNA, Einar Kárason, Eva Björg Ægisdóttir, Fríða Ísberg, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gunnar Helgason, Halldór Baldursson, Hildur Knútsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ragnar Jónasson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón, Þóra Hjörleifsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson.

Samstarfsverkefni

Verkefnið er unnið í góðu samstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta við Rithöfundasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Tinna Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri höfundaheimsóknanna, veitir frekari upplýsingar og tekur við pöntunum á netfangið: tinna@islit.is


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir