Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

18. janúar, 2021

Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, ræða um íslenskar bókmenntir á frönsku - og hér er myndbandið aðgengilegt með enskum texta.

Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði, fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu og íslenskir höfundar ítrekað verið verðlaunaðir fyrir verk sín þar ytra. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut meðal annars Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland (Miss Iceland) í franskri þýðingu Eric Boury.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í samvinnu við Íslandsstofu, utanríkisráðuneytið og fleiri framleitt myndbönd með íslenskum höfundum sem birtir sjónarhorn á hugarheim þeirra, með það að markmiði að færa þá nær lesendum sínum og vera um leið spegill á það samfélag sem höfundarverk þeirra er sprottið úr.

Framleiðandi myndbandsins er Republik og leikstjóri Lárus Jónsson.
Myndbandið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, íslensku sendiráðanna í París og Brussel, Íslandsstofu og Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

https://www.youtube.com/watch?v=GZAyAzLaIo8


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir