Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!

18. janúar, 2021

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, ræða um íslenskar bókmenntir á frönsku - og hér er myndbandið aðgengilegt með enskum texta.

Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði, fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu og íslenskir höfundar ítrekað verið verðlaunaðir fyrir verk sín þar ytra. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut meðal annars Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland (Miss Iceland) í franskri þýðingu Eric Boury.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í samvinnu við Íslandsstofu, utanríkisráðuneytið og fleiri framleitt myndbönd með íslenskum höfundum sem birtir sjónarhorn á hugarheim þeirra, með það að markmiði að færa þá nær lesendum sínum og vera um leið spegill á það samfélag sem höfundarverk þeirra er sprottið úr.

Framleiðandi myndbandsins er Republik og leikstjóri Lárus Jónsson.
Myndbandið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, íslensku sendiráðanna í París og Brussel, Íslandsstofu og Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

https://www.youtube.com/watch?v=GZAyAzLaIo8


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir