Franska myndbandið með íslensku höfundunum - nú með enskum texta!

18. janúar, 2021

Íslenskir höfundar ræða íslenskar bókmenntir - á frönsku! Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði og fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu.

Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, ræða um íslenskar bókmenntir á frönsku - og hér er myndbandið aðgengilegt með enskum texta.

Íslenskar bókmenntir hafa á liðnum árum átt mikilli velgengni að fagna á hinu frönskumælandi málsvæði, fjöldi verka hefur komið árlega út í franskri þýðingu og íslenskir höfundar ítrekað verið verðlaunaðir fyrir verk sín þar ytra. Auður Ava Ólafsdóttir hlaut meðal annars Prix Médicis étranger fyrir skáldsöguna Ungfrú Ísland (Miss Iceland) í franskri þýðingu Eric Boury.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í samvinnu við Íslandsstofu, utanríkisráðuneytið og fleiri framleitt myndbönd með íslenskum höfundum sem birtir sjónarhorn á hugarheim þeirra, með það að markmiði að færa þá nær lesendum sínum og vera um leið spegill á það samfélag sem höfundarverk þeirra er sprottið úr.

Framleiðandi myndbandsins er Republik og leikstjóri Lárus Jónsson.
Myndbandið er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, íslensku sendiráðanna í París og Brussel, Íslandsstofu og Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

https://www.youtube.com/watch?v=GZAyAzLaIo8


Allar fréttir

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Allar fréttir