„Ljóða-slamm“ úr Íslendingasögunum

23. apríl, 2010

Slam-Saga er nafn á bókmenntaviðburði í maí. Þar munu þýsk og íslensk skáld spinna sinn eigin texta upp úr íslensku fornsögunum.

Slam-Saga er nafn á bókmenntaviðburði í maí. Þar munu þýsk og íslensk skáld spinna sinn eigin texta upp úr íslensku fornsögunum. Þrír þýskir rithöfundar eru væntanlegir til Íslands í maí í þeim tilgangi fá Íslendingasögur og Eddukvæðin beint í æð. Hugmyndin er að Þjóðverjarnir hitti hér íslensk skáld og fræðimenn, fari á söguslóðir Íslendingasagnanna og fái fjölbreytta sýn á bókmenntaarf Íslendinga. Markmiðið er að eftir sex daga reisu um Ísland verði gestirnir orðnir það sjóaðir í sagnaarfinum að þeir getið spunnið út frá honum eigin skáldskap.

Þýsku höfundarnir eru þau Nora Gomringer (1980), Bas Böttcher (1974) og Finn-Ole Heinrich (1982). Þau eru meðal vinsælustu höfunda sinnar kynslóðar í Þýskalandi. Nora Gomringer þykir afbragsðgott ljóðskáld og hún hefur auk þess getið sér gott orð í ljóða-slammi (Poetry-Slam) og komið fram víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Bas Böttcher hefur stundum verið nefndur prinsinn í ljóða-slamm bransanum.  Hann byrjaði ungur og hefur komð víða við á löngum ferli sínum. Finn-Ole Heinrich hefur gefið út skáldsögur og smásögur og hafa bækur hans hlotið góðar viðtökur á meðal lesenda. Hann þykir einnig afar góðar upplesari og nær vel til áheyrenda sinna.

Slam-Bas Slam-Gomringer  Slam-Finn

Íslendingarnir sem leggja land undir fót í félagi við Þjóðverjana eru þau Bergur Ebbi Benediktsson, Ugla Egilsdóttir og Halldór Halldórsson (einnig þekktur sem Dóri DNA). Bergur Ebbi gefur út sína fyrstu ljóðabók, Tími hnyttninnar er liðinn í maí, og fyrsta leikverk hans Klæði verður frumsýnt innan skams. Halldór hefur löngum verið í framvarðarsveit íslensku hip-hop senunnar og er, ásamt Bergi Ebba, meðlimur í sviðsgrínarahópnum vinsæla Mið-Ísland. Ugla er leikkona sem hefur upp á síðkastið getið sér gott orð sem sviðsgrínisti. Þau tilheyra sömu kynslóð og þýsku skáldin en eru þó á allt annarri línu. Það verður spennandi að sjá hvað þessi blanda gefur af sér. Í lok maí verður hægt að sjá forsmekkinn af því þegar öll skáldin sex koma fram saman í Reykjavík.

Þýsku og íslensku ungskáldin munu á vormánuðum 2011 taka þátt í fjölda bókmenntahátíða í Þýskalandi í aðdraganda bókasýningarinnar í Frankfurt þegar Ísland verður heiðursgestur sýningarinnar. Á efnisskránni á þessum bókmenntahátíðum verður það efni sem samið er undir áhrifum Íslandsheimsóknarinnar.

Slam-Saga verkefnið er samstarfsverkefni Sagenhaftes Island og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.



Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efndi til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Orðstír 2025 afhentur á Bessastöðum - 5. maí, 2025 Fréttir

Þýðendurnir Kim Lembek og Tatjana Latinovic hljóta heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á annað mál, en þau hafa þýtt fjölda íslenskra verka á sín móðurmál; Kim á dönsku og Tatjana á serbnesku og króatísku.

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Allar fréttir