Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014

Mánudaginn 1. desember 2014, voru kynntar þær bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014. Athöfnin fór fram á Kjarvalsstöðum.

2. desember, 2014

Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.


Mánudaginn 1. desember 2014, voru kynntar þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Athöfnin fór fram á Kjarvalsstöðum. 
Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. 

Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

   

Ármann Jakobsson
Síðasti galdrameistarinn
Útgefandi: JPV útgáfa

   

Bryndís Björgvinsdóttir
Hafnfirðingabrandarinn
Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

Eva Þengilsdóttir
Nála - riddarasaga
Útgefandi: Salka

   

Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn
Fuglaþrugl og naflakrafl
Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

 
Þórarinn Leifsson
Maðurinn sem hataði börn
Útgefandi: Mál og menning


Dómnefnd skipuðu:
Helga Ferdinandsdóttir – formaður dómnefndar
Árni Árnason
Þorbjörg Karlsdóttir


Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:


   

Guðbergur Bergsson
Þrír sneru aftur
Útgefandi: JPV útgáfa

 

 
Gyrðir Elíasson
Koparakur
Útgefandi: Dimma

 

 
Kristín Eiríksdóttir
Kok
Útgefandi: JPV útgáfa

 

 
Ófeigur Sigurðsson
Öræfi
Útgefandi: Mál og menning

 

 
Þórdís Gísladóttir
Velúr
Útgefandi: Bjartur


Dómnefnd skipuðu:
Tyrfingur Tyrfingsson – Formaður dómnefndar
Erna Guðrún Árnadóttir
Knútur Hafsteinsson


Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:


 

 
Björg Guðrún Gísladóttir
Hljóðin í nóttinni
Útgefandi: Veröld

 

 
Eggert Þór Bernharðsson
Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970
Útgefandi: JPV útgáfa

 

 
Pétur H. Ármannsson ritst.
Gunnlaugur Halldórsson - Arkitekt
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

 

 
Snorri Baldursson
Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar
Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna

 

 
Sveinn Yngvi Egilsson
Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda
Útgefandi: Háskólaútgáfan


Dómnefnd skipuðu:
Hildigunnur Sverrisdóttir – Formaður dómnefndar

Pétur Þorsteinn Óskarsson
Aðalsteinn Ingólfsson

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar.

Um Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka á sama tíma og verðlaunin voru veitt í 25. skipti.

Tilnefningar eru kynntar þann 1. desember ár hvert og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í upphafi febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum hver, velja þær fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna þriggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns. Velja þeir eina bók úr hverjum flokki þannig að þrjár bækur hljóta á endanum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna, hvort sem þeir eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvern verðlaunahafa.

Íslensku þýðingaverðlaunin

Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu Íslensku þýðingaverðlaunanna. Gyrðir Elíasson hlaut þau árið 2012 fyrir þýðingu sína á ljóðasafninu Tunglið braust inn í húsið og Silja Aðalsteinsdóttir árið 2007 fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Árið 2012 var Jón St. Kristjánsson tilnefndur til verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift og Hermann Stefánsson sama ár fyrir Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.

Eftirfarandi þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014:

   

Þýðandi: Gyrðir Elíasson
Listin að vera einn - Shuntaro Tanikawa
Útgefandi: Dimma

 

 
Þýðandi: Herdís Hreiðarsdóttir
Út í vitann – Virginia Woolf
Útgefandi: Ugla

 

 
Þýðandi: Hermann Stefánsson
Uppfinning Morles – Adolfo Bioy Casares
Útgefandi: Kind

 

 
Þýðandi: Jón St. Kristjánsson
Náðarstund – Hannah Kent
Útgefandi: JPV

 

 
Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir
Lífið að leysa – Alice Munro
Útgefandi: Mál og menning


Dómnefnd skipuðu:
Árni Matthíasson – Formaður dómnefndar
María Rán Guðjónsdóttir
Tinna Ásgeirsdóttir

Bandalag þýðenda og túlka hefur staðið fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum frá árinu 2005 og veitir forseti Íslands þau á degi bókarinnar, 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini.

Um Íslensku þýðingaverðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska þýðingu á erlendu skáldverki. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Gljúfrasteini, en svo vill til að dagur bókarinnar er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á fót til að vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska menningu og þeim afbragðsverkum sem auðga íslenskar fagurbókmenntir á ári hverju fyrir tilstilli þýðenda. Upphaflega kusu félagsmenn Bandalags þýðenda og túlka um tilnefnd verk, en fljótlega var ákveðið að fela óháðri þriggja manna dómnefnd að tilnefna fimm verk og velja verðlaunahafann. Tilnefningar eru kynntar samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunaupphæðin fyrir þær þrjár bækur sem hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin er ein milljón króna hver. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.

 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir