Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014
Mánudaginn 1. desember 2014, voru kynntar þær bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014 og Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014. Athöfnin fór fram á Kjarvalsstöðum.
Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Mánudaginn 1. desember 2014, voru kynntar þær 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Athöfnin fór fram á Kjarvalsstöðum. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðibóka og rita almenns efnis. Þetta er í 26. sinn sem tilnefningarnar eru kynntar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.
Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynnti dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka þær fimm þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:
![]() |
Ármann Jakobsson
|
---|---|
![]() |
Bryndís Björgvinsdóttir
|
![]() |
Eva Þengilsdóttir
|
![]() |
Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn
|
![]() |
|
Dómnefnd skipuðu:
Helga Ferdinandsdóttir – formaður dómnefndar
Árni Árnason
Þorbjörg Karlsdóttir
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:
![]() |
Guðbergur Bergsson
|
---|---|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dómnefnd skipuðu:
Tyrfingur Tyrfingsson – Formaður dómnefndar
Erna Guðrún Árnadóttir
Knútur Hafsteinsson
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
![]() |
|
---|---|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dómnefnd skipuðu:
Hildigunnur Sverrisdóttir – Formaður dómnefndar
Aðalsteinn Ingólfsson
Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar.
Um Íslensku bókmenntaverðlaunin
Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðibækur og rit almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verðlaunin haldist óbreytt þar til ársins 2013 að við bætist flokkur barna- og ungmennabóka á sama tíma og verðlaunin voru veitt í 25. skipti.
Tilnefningar eru kynntar þann 1. desember ár hvert og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í upphafi febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum hver, velja þær fimm bækur í hverjum flokki sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna þriggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns. Velja þeir eina bók úr hverjum flokki þannig að þrjár bækur hljóta á endanum Íslensku bókmenntaverðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna, hvort sem þeir eru í Félagi íslenskra bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvern verðlaunahafa.
Íslensku þýðingaverðlaunin
Fjórir af þeim fimm sem tilnefndir eru í ár hafa áður komið við sögu Íslensku þýðingaverðlaunanna. Gyrðir Elíasson hlaut þau árið 2012 fyrir þýðingu sína á ljóðasafninu Tunglið braust inn í húsið og Silja Aðalsteinsdóttir árið 2007 fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë. Árið 2012 var Jón St. Kristjánsson tilnefndur til verðlaunanna fyrir þýðingu sína á Reisubók Gúllivers eftir Jonathan Swift og Hermann Stefánsson sama ár fyrir Fásinnu eftir Horacio Castellanos Moya. Herdís Hreiðarsdóttir hefur ekki áður gefið út þýðingu en Út í vitann er hluti af meistaraprófsverkefni hennar í þýðingafræði frá Háskóla Íslands árið 2013.
Eftirfarandi þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2014:
![]() |
Þýðandi: Gyrðir Elíasson
|
---|---|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dómnefnd skipuðu:
Árni Matthíasson – Formaður dómnefndar
María Rán Guðjónsdóttir
Tinna Ásgeirsdóttir
Bandalag þýðenda og túlka hefur staðið fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum frá árinu 2005 og veitir forseti Íslands þau á degi bókarinnar, 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini.
Um Íslensku þýðingaverðlaunin
Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska þýðingu á erlendu skáldverki. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Gljúfrasteini, en svo vill til að dagur bókarinnar er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness.
Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á fót til að vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska menningu og þeim afbragðsverkum sem auðga íslenskar fagurbókmenntir á ári hverju fyrir tilstilli þýðenda. Upphaflega kusu félagsmenn Bandalags þýðenda og túlka um tilnefnd verk, en fljótlega var ákveðið að fela óháðri þriggja manna dómnefnd að tilnefna fimm verk og velja verðlaunahafann. Tilnefningar eru kynntar samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.