Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2014

Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka.

18. desember, 2014

Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru tilkynnt í 15. sinn í bókmenntaþættinum Kiljunni 17. desember. 

Félag starfsfólks bókaverslana veitir verðlaunin og eru það starfsmenn í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring, sem velja bækurnar. Verðlaun voru veitt í níu flokkum frumsaminna og þýddra verka. Á meðal verka sem hlutu verðlaun voru Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson sem þótti besta íslenska skáldsagan og besta íslenska táningabókin var valin Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur.

Úrslitin í níu flokkum:

 Besta íslenska skáldsagan:   


   

1. Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson.
Útgefandi Forlagið Mál og menning.

 2. Kata eftir Steinar Braga. 
Útgefandi Forlagið Mál og menning.

3.-4. Koparakur eftir Gyrði Elíasson. 
Útgefandi Dimma.

3.-4.Vonarlandið  eftir Kristínu Steinsdóttur. 
Útgefandi Forlagið Vaka-Helgafell.


Besta þýdda skáldsagan:   

  


Náðarstund eftir Hannah Kent. 
Útgefandi Forlagið JPV útgáfa.

Lolita eftir Vladimir Nabokov. 
Útgefandi Dimma. 

Lífið að leysa eftir Alice Munro 
Þýðandi Silja Aðalsteinsdóttir
Útgefandi Forlagið Mál og menning.


Besta íslenska táningabókin (13-18): 

1. Hafnfirðingabrandarinn eftir 
Bryndísi Björgvinsdóttur. 
Forlagið Mál og menning.

2. Maðurinn sem hataði börn eftir 
Þórarin Leifsson. 
Útgefandi Forlagið Mál og menning.

3. Freyju saga - Djásn eftir Sif Sigmarsdóttur. 
Útgefandi Forlagið Mál og menning.



Besta þýdda táningabókin (13-18):    


1. Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell. Útgefandi: Björt bókaútgáfa 

2. Skrifað í stjörnurnar eftir John Green. Útgefandi: Draumsýn ehf. 

3.-4. Arfleifð eftir Veronica Roth. Útgefandi: Björt bókaútgáfa. 

3.-4. Rauð sem blóð eftir Salla Simukka. Útgefandi: Forlagið Vaka-Helgafell. 

 


Besta íslenska barnabókin: 



1. Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson. Útgefandi: Forlagið Mál og menning.

 2. Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Þórarin Eldjárn. Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

3.-4. Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson. Útgefandi: Forlagið JPV útgáfa.

3.-4.Skrímslakisi eftir Áslaugu Jónsdóttur. Útgefandi: Forlagið Mál og menning.



Besta þýdda barnabókin: 

  

1. Rottuborgari eftir David Walliams. 
Útgefandi Bókafélagið (BF-útgáfa).  

2. Hvað gerðist þá? eftir Tove Jansson. 
Útgefandi Forlagið Mál og menning.

3. Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt. 
Útgefandi Töfraland.

Besta handbókin / fræðibókin:  


1. Lífríki Íslands - Vistkerfi lands og sjávar eftir Snorra Baldursson. Útgefandi Opna/ Forlagið.

 2. Sveitin í sálinni - Búskapur í Reykjavík og myndun borgar eftir Eggert Þór Bernharðsson. Útgefandi Forlagið JPV útgáfa.

 

3. Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg. Útgefandi Crymogea.



Besta ævisagan:   


 



1.-2. Svarthvítir dagar eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Útgefandi Sögur útgáfa.

  1.-2. Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guðrúnu Johnsson. Útgefandi Forlagið JPV útgáfa.

 3. Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson. Útgefandi Forlagið Mál og menning.



 Besta ljóðabókin:   


 



1. Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur. 
Útgefandi Forlagið JPV útgáfa.

2. Drápa eftir Gerði Kristnýju. 
Forlagið Mál og menning, 

 3. Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur. 
Útgefandi: Bjartur.





Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir