Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Liður í átaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum.  

7. maí, 2015

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Undanfarin misseri hefur Miðstöð íslensra bókmennta unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og þar með auka útbreiðslu þeirra á því málsvæði. Einn liður í því átaki eru fundir með útgefendum og þýðendum í íslensku sendiráðunum í Osló og Helsinki nú í ár og í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í fyrra. Nú í vikunni bauð Gunnar I. Pálsson, sendiherra Íslands í Osló til fundar og móttöku í íslenska sendiráðsbústaðnum og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. 

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum. Jafnframt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 

Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg og þangað mætti hópur finnsks bókmenntafólks, útgefendur, þýðendur og fleiri. Líflegar umræður urðu á báðum fundunum og greinilegt að mikill áhugi er meðal nágrannaþjóðanna á í slenskum bókmenntum. 

 


Allar fréttir

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Lestrarskýrslustyrkir verða ekki veittir 2025 - 21. janúar, 2025 Fréttir

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita ekki lestrarskýrslustyrki á árinu 2025. 

Nánar

Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík - 20. janúar, 2025 Fréttir

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Nánar

Allar fréttir