Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Liður í átaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum.  

7. maí, 2015

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Undanfarin misseri hefur Miðstöð íslensra bókmennta unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og þar með auka útbreiðslu þeirra á því málsvæði. Einn liður í því átaki eru fundir með útgefendum og þýðendum í íslensku sendiráðunum í Osló og Helsinki nú í ár og í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í fyrra. Nú í vikunni bauð Gunnar I. Pálsson, sendiherra Íslands í Osló til fundar og móttöku í íslenska sendiráðsbústaðnum og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. 

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum. Jafnframt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 

Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg og þangað mætti hópur finnsks bókmenntafólks, útgefendur, þýðendur og fleiri. Líflegar umræður urðu á báðum fundunum og greinilegt að mikill áhugi er meðal nágrannaþjóðanna á í slenskum bókmenntum. 

 


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir