Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Liður í átaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum.  

7. maí, 2015

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Undanfarin misseri hefur Miðstöð íslensra bókmennta unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og þar með auka útbreiðslu þeirra á því málsvæði. Einn liður í því átaki eru fundir með útgefendum og þýðendum í íslensku sendiráðunum í Osló og Helsinki nú í ár og í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í fyrra. Nú í vikunni bauð Gunnar I. Pálsson, sendiherra Íslands í Osló til fundar og móttöku í íslenska sendiráðsbústaðnum og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. 

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum. Jafnframt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 

Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg og þangað mætti hópur finnsks bókmenntafólks, útgefendur, þýðendur og fleiri. Líflegar umræður urðu á báðum fundunum og greinilegt að mikill áhugi er meðal nágrannaþjóðanna á í slenskum bókmenntum. 

 


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir 37 útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 13. maí, 2025 Fréttir

Í ár var úthlutað rúmum 18 milljónum króna í útgáfustyrki til 37 verka. Alls bárust 96 umsóknir og sótt var um heildarupphæð 99,8 milljónir króna.

Nánar

Úthlutað úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 fjölbreytt verk fyrir yngri lesendur hljóta styrki - 13. maí, 2025 Fréttir

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. 

Nánar

19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk - 13. maí, 2025 Fréttir

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Nánar

Allar fréttir