Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Liður í átaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum.  

7. maí, 2015

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Undanfarin misseri hefur Miðstöð íslensra bókmennta unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og þar með auka útbreiðslu þeirra á því málsvæði. Einn liður í því átaki eru fundir með útgefendum og þýðendum í íslensku sendiráðunum í Osló og Helsinki nú í ár og í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í fyrra. Nú í vikunni bauð Gunnar I. Pálsson, sendiherra Íslands í Osló til fundar og móttöku í íslenska sendiráðsbústaðnum og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. 

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum. Jafnframt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 

Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg og þangað mætti hópur finnsks bókmenntafólks, útgefendur, þýðendur og fleiri. Líflegar umræður urðu á báðum fundunum og greinilegt að mikill áhugi er meðal nágrannaþjóðanna á í slenskum bókmenntum. 

 


Allar fréttir

Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur. - 30. nóvember, 2023 Fréttir

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17% - 16. nóvember, 2023 Fréttir

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar

Rán Flygenring og Eldgos hlutu barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 - 3. nóvember, 2023 Fréttir

Í rökstuðningi dómefndarinnar segir að Rán hafi tek­ist að skapa mynda­bók fulla af sjón­ræn­um sprengi­krafti um þau áhrif sem villt og óhamin náttúra hafi á fólk og að mynd og texti fléttist listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.

Nánar

Allar fréttir