Íslenskar samtímabókmenntir kynntar útgefendum og þýðendum í Osló og Helsinki  

Liður í átaki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til að auka útbreiðslu bókmenntanna á Norðurlöndunum.  

7. maí, 2015

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum.

Undanfarin misseri hefur Miðstöð íslensra bókmennta unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og þar með auka útbreiðslu þeirra á því málsvæði. Einn liður í því átaki eru fundir með útgefendum og þýðendum í íslensku sendiráðunum í Osló og Helsinki nú í ár og í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn í fyrra. Nú í vikunni bauð Gunnar I. Pálsson, sendiherra Íslands í Osló til fundar og móttöku í íslenska sendiráðsbústaðnum og þangað kom lykilfólk í norsku útgáfu- og bókmenntalífi. 

Á fundunum hélt Maríanna Clara Lúthersdóttir, bókmenntafræðingur og leikkona erindi um helstu strauma og stefnur í íslenskum samtímabókmenntum og Ófeigur Sigurðsson, handhafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár sagði frá verkum sínum. Jafnframt kynnti Þorgerður Agla Magnúsdóttir starfsemi Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 

Daginn eftir bauð Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki til fundar um efnið í sendiherrabústaðnum þar í borg og þangað mætti hópur finnsks bókmenntafólks, útgefendur, þýðendur og fleiri. Líflegar umræður urðu á báðum fundunum og greinilegt að mikill áhugi er meðal nágrannaþjóðanna á í slenskum bókmenntum. 

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir