Raddir frá Íslandi / Röster från Island fengu glimrandi viðtökur í Gautaborg
Fullyrða má að þátttaka Íslands með dagskránni Raddir frá Íslandi / Röster från Island, hafi vakið verðskuldaða athygli á bókamessunni í Gautaborg ár. Alls tóku 15 höfundar þátt í fjölda dagskráratriða.
Fullyrða má að þátttaka Íslands með dagskránni Raddir frá Íslandi / Röster från Island, hafi vakið verðskuldaða athygli á bókamessunni í Gautaborg ár. Alls tóku 15 höfundar þátt í fjölda dagskráratriða.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp við opnun messunnar og gerði aðkallandi málefni samtímans að umræðuefni. Illugi fékk sérlega hlýjar móttökur við sínu ávarpi, þar sem hann fjallaði á heimspekilegum nótum um helstu átakamál samtímans – og ítrekaði nauðsyn þess að menn glímdu við þau með samkennd og mannúð að leiðarljósi.
Höfundarnir 15 sem tóku þátt í dagskránni árituðu alltaf bækur sínar að loknum samræðum og málþingum og greinilegt er að þeir eiga marga aðdáendur og dygga lesendur í Svíþjóð – auk þess sem sænskir fjölmiðlar voru mjög áhugasamir um að ná tali af þeim.
Stöðugur straumur gesta var á íslenska básinn alla messudagana fjóra en hann vakti athygli fyrir frumlega og nútímalega hönnun HAF Studio. Að auki var hann mun stærri en áður og vel staðsettur við helsta inngang messunnar. Til nýjunga heyrði að hægt var að kaupa íslenskar bækur í sænskri þýðingu og segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda að þannig hafi íslenskir höfundar orðið sýnilegri en oft áður og jafnframt stutt við þátt sænskra útgefenda.
Þórarinn Leifsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Katti Hoflin. |
---|
Bergrún Íris Sævarsdóttir sem er tilnefnd til norrænu barnabókaverðlaunanna í ár fyrir bók sína Vinur minn, vindurinn segir um þátttökuna í Gautaborg: „Bokmässan í Gautaborg er fyrsta bókamessan sem ég tek þátt í. Ég vissi því ekki við hverju var að búast en þegar út var komið tók það mig dágóða stund að meðtaka stærð messunnar, en um 100.000 gestir voru á svæðinu. Það var sannkallaður heiður að vera hluti af jafn glæsilegum hóp íslenskra höfunda og sér í lagi í ár, þegar Ísland var í fókus undir yfirskriftinni Raddir frá Íslandi. Það er greinilegt að bókmenntaheimurinn er spenntur fyrir Íslandi og íslenskum höfundum, sagnahefð okkar og menningu.“
Arnaldur Indriðason, Unni Lindell, Árni Þórarinsson, Monica Kristensen og Johanna Hallström. |
---|
Árni Þórarinsson tók meðal annars þátt í málþingi um glæpasagnahefðina á bókamessunni og sænskur útgefandi hans kynnti nýjustu bók Árna í sænskri þýðingu, Den sjunde sonen (Sjöundi sonurinn). „Það sem vakti athygli mína á bókamessunni var hversu staða bókarinnar virtist sterk og hvað áhugi og aðsókn almennings voru mikil. Þess naut kynningin á íslenskum höfundum og þýðingum verka þeirra sannarlega. Bókin rokkaði feitt í Gautaborg." Sagði Árni aðspurður um hvað stæði uppúr að lokinni dvölinni í Gautaborg.
Ísland og ástin Á öðrum degi messunnar var samtal við Auði Övu Ólafsdóttur og Jón Kalman Stefánsson með blaðamanninum Mats Almård, en Afleggjarinn eftir Auði og Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón eru meðal nýrra sænskra þýðinga sem kynntar eru hér. Sænskur útgefandi þeirra er Svane Weyler förlag. Yfirskrift spjallsins var Ísland og ástin, en fjörugt samstalið átti eftir að sveigjast og teygjast í ýmsar áttir, fjölmörgum áheyrendum til skemmtunar, enda erfitt að hemja ástina. Rætt var um t.a.m. karlmennsku, hugrekki, foreldrahlutverkið, útrásarvíkinga, gróðurfar, skrýtna staði – og hugrekkið sem þarf til að horfast í augu við veikleika sína.
Jónína Leósdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir að loknu málþingi um bók Jónínu, Við Jóhanna. | Gerður Kristný og lestrarhesturinn Sleipnir. |
---|---|
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við setningu messunnar. | Arnaldur Indriðason spjallar við Henrik Lindvall, sænska útgefanda sinn hjá Norstedts forlaginu í Svíþjóð. |
Andri Snær Magnason í samtali á bókamessunni. |
Móttaka sendiherra Íslands í Svíþjóð á íslenska básnum. |
Illugi Gunnarsson og Páll Stefánsson ljósmyndari ræða saman í móttökunni á íslenska básnum. | Einar Kárason og Illugi Gunnarsson. |
Kamp Knox eftir Arnald Indriðason kom nýlega út í sænskri þýðingu Ylvu Hellerud. |
Einar Már Guðmundsson áritar bækur áhugasamra lesenda. |
Jón Kalman áritar bækur fyrir sænska lesendur sína. |
Auður Ava Ólafsdóttir spjallar við lesanda. |
Valgerður Þóroddsdóttir og Kári Tulinius lásu upp ljóð sín í Rum för poesi. |