Bókmenntahátíð í Reykjavík handan við hornið

Boðið verður upp á spennandi dagskrá með fjölda íslenskra og erlendra höfunda.

30. ágúst, 2021

Hátíðin verður haldin dagana 8.-11. september og beðið hefur verið eftir henni með mikilli eftirvæntingu. Von er á fjölda höfunda, en einnig útgefendum og blaðafólki sem koma víðs vegar að til þess að taka þátt.

  • BIR-_-Logo-2019-_-Circle-_-No-frame

Bókmenntahátíðin sem beðið hefur verið eftir verður haldin dagana 8.-11. september en þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin fer fram. 

Höfundar frá ólíkum menningarheimum

Fjöldi íslenskra og erlendra höfunda taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og verður boðið upp sannkallaða veislu fyrir bókmenntaáhugafólk. 

Elif-shafakElif Shafak er tyrkneskur rithöfundur, fræðikona og baráttukona fyrir réttindum kvenna, minnihlutahópa og málfrelsi. Bók hennar 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld kom nýverið út í íslenskri þýðingu Nönnu Þórsdóttur.

Stanisic_Katja-Saemann-scaled

Saša Stanišić er bosnísk-þýskur rithöfundur, fæddur í Visegrad í Bosníu og Hersegóvínu. Hann hefur verið búsettur í Þýskalandi frá árinu 1992, þangað sem hann kom sem á flótta undan Bosníustríðinu ásamt fjölskyldu sinni.  Árið 2019 vann Stanišić til þýsku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Herkunft en hún kom einmitt út undir heitinu Uppruni í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur 2021. 

SlimaniMetsöluhöfundurinn og blaðamaðurinn Leila Slimani hefur verið talskona málfrelsis og kvenréttinda í Frakklandi og Marokkó. Hún er höfundur fimm bóka. Skáldsaga hennar Chanson douce (Barnagæla, 2016) vakti heimsathygli, var þýdd á tugi tungumála og var sama ár valin ein af 10 bestu bókum ársins af The New York Times. Nýverið kom út skáldsagan Í landi annarra í þýðingu Friðriks Rafnssonar og í haust er væntanleg í íslenskri þýðingu Irmu Erlingsdóttur Kynlíf og lygar: Samfélagseymd Marokkó.

Sofi2020_1-scaled

Meðal höfunda eru einnig norrænu rithöfundarnir Vigdis Hjorth, Patrik Svenson og Sofi Oksanen en þau hafa vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir verk sín. Einnig má nefna norska höfundinn Helene Flood en bók hennar Þerapistinn kom út árið 2019 í þýðingu Höllu Kjartansdóttur.

 

Auk erlendra gesta prýða íslenskir höfundar dagskrána en þar má nefna þau Sigrúnu Pálsdóttur, Þórarin Eldjárn, Alexander Dan, Mao Alheimsdóttur, Elizu Reid, Gerði Kristnýju, Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og fleiri. 

Reykjavík Fellowship Program

Undanfarin ár hefur erlendum útgefendum verið boðið á sérstaka kynningu á íslenskum bókmenntum samhliða hátíðinni og verður það einnig gert nú í ár, en þrettán útgefendur hafa þegið boð um að koma í ár. Kallast þetta prógramm Reykjavík Fellowship Program og hefur fjöldi áhugasamra útgefenda heillast af íslenskum samtímabókmenntum. Í kjölfarið hafa bækur margra íslenskra höfunda komið út á erlendum tungumálum. 

Sem fyrr er ókeypis inn á alla viðburði hátíðarinnar og þeir öllum opnir. Dagskráin, fer fram í Iðnó, Norræna húsinu og víðar. 

Bókmenntahátíð í Reykjavík nýtur stuðnings frá Reykjavíkurborg, Bókmenntaborg UNESCO, Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Norræna húsinu, Félagi íslenska bókaútgefenda, Miðstöð íslenskra bókmennta auk annarra.

 


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir