Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Þar má finna þýðendur íslenskra bókmennta á fjölmörg erlend tungumál

10. september, 2019 Fréttir

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Þýðendur eru lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn og það er metnaðarmál okkar að gera veg þeirra sem mestan. Liður í því eru þýðendaþingin sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur haldið á undanförnum árum. 

Og nú hefur verið stigið nýtt skref með því að safna saman á einn stað á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta helstu upplýsingum um virka þýðendur úr íslensku á erlend mál. Enn fleiri þýðendur munu bætast í hópinn á næstu vikum og mánuðum og er það von okkar að síðan nýtist öllum vel.

Notendur síðunnar geta flett upp þýðendum eftir nafni eða tungumáli hér.


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi - 6. nóvember, 2019 Fréttir

Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.

Nánar

Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur - 7. nóvember, 2019 Fréttir

Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

Fjörutíu íslenskar bækur í enskum þýðingum gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum - 29. október, 2019 Fréttir

Bækur íslenskra höfunda ferðast víða um heiminn í þýðingum og eru ensk málsvæði þar engin undantekning.

Nánar

Allar fréttir