Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Þar má finna þýðendur íslenskra bókmennta á fjölmörg erlend tungumál

10. september, 2019 Fréttir

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Þýðendur eru lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn og það er metnaðarmál okkar að gera veg þeirra sem mestan. Liður í því eru þýðendaþingin sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur haldið á undanförnum árum. 

Og nú hefur verið stigið nýtt skref með því að safna saman á einn stað á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta helstu upplýsingum um virka þýðendur úr íslensku á erlend mál. Enn fleiri þýðendur munu bætast í hópinn á næstu vikum og mánuðum og er það von okkar að síðan nýtist öllum vel.

Notendur síðunnar geta flett upp þýðendum eftir nafni eða tungumáli hér.


Allar fréttir

Annáll nýliðins árs; viðburðaríkt og gjöfult starfsár hjá Miðstöðinni - 8. janúar, 2020 Fréttir

Ótal skemmtilegir viðburðir og farsælt samstarf við fjölda aðila á bókmenntasviðinu, innanlands og utan, setja svip sinn á árið 2019. 

Nánar

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári - gleðilegt bókmenntaár 2020! - 20. desember, 2019 Fréttir

Við þökkum þeim fjölmörgu sem við áttum ánægjulegt samstarf við á liðnu ári. Sendum öllum kærar kveðjur og óskir um gleðilegt nýtt bókmenntaár! 

Nánar

Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! - 19. desember, 2019 Fréttir

Með kærum þökkum til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila fyrir ánægjulega samvinnu á árinu.

Nánar

Allar fréttir