Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Þar má finna þýðendur íslenskra bókmennta á fjölmörg erlend tungumál

10. september, 2019

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Þýðendur eru lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn og það er metnaðarmál okkar að gera veg þeirra sem mestan. Liður í því eru þýðendaþingin sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur haldið á undanförnum árum. 

Og nú hefur verið stigið nýtt skref með því að safna saman á einn stað á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta helstu upplýsingum um virka þýðendur úr íslensku á erlend mál. Enn fleiri þýðendur munu bætast í hópinn á næstu vikum og mánuðum og er það von okkar að síðan nýtist öllum vel.

Notendur síðunnar geta flett upp þýðendum eftir nafni eða tungumáli hér.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir