Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Þar má finna þýðendur íslenskra bókmennta á fjölmörg erlend tungumál

10. september, 2019

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Þýðendur eru lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn og það er metnaðarmál okkar að gera veg þeirra sem mestan. Liður í því eru þýðendaþingin sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur haldið á undanförnum árum. 

Og nú hefur verið stigið nýtt skref með því að safna saman á einn stað á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta helstu upplýsingum um virka þýðendur úr íslensku á erlend mál. Enn fleiri þýðendur munu bætast í hópinn á næstu vikum og mánuðum og er það von okkar að síðan nýtist öllum vel.

Notendur síðunnar geta flett upp þýðendum eftir nafni eða tungumáli hér.


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir