Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál

Þar má finna þýðendur íslenskra bókmennta á fjölmörg erlend tungumál

10. september, 2019 Fréttir

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Þýðendur eru lykilfólk þegar kemur að útbreiðslu íslenskra bókmennta um heiminn og það er metnaðarmál okkar að gera veg þeirra sem mestan. Liður í því eru þýðendaþingin sem Miðstöð íslenskra bókmennta hefur haldið á undanförnum árum. 

Og nú hefur verið stigið nýtt skref með því að safna saman á einn stað á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta helstu upplýsingum um virka þýðendur úr íslensku á erlend mál. Enn fleiri þýðendur munu bætast í hópinn á næstu vikum og mánuðum og er það von okkar að síðan nýtist öllum vel.

Notendur síðunnar geta flett upp þýðendum eftir nafni eða tungumáli hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu  - 1. júlí, 2020 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.

Nánar

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Allar fréttir