Tilkynnt um úthlutun úr Auði, barna- og ungmennabókasjóði

Á þriðja tug fjölbreyttra bóka fyrir börn og ungmenni hljóta styrki úr Auði 2023.

26. maí, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 8 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 24 verk styrk að þessu sinni.

  • Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið styrk úr Auði.

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Viðfangsefnin eru margvísleg í ár; nútíma ævintýri og þjóðsögur, skrímsli og skuggalegar verur, ungmenni að takast á við daginn í dag, listasöfn sem kunna ekki að meta börn - og svo mætti lengi telja. Íslensk börn og ungmenni eiga spennandi lestrarstundir í vændum.

Meðal styrktra verka eru:

Safnið sem var bannað börnum. Höf: Margrét Tryggvadóttir. Útgefandi: Listasafn Einars Jónssonar

Mamma sandkaka. Höf: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka

Skrímslavinafélagið. Höf: Tómas Zoëga. Útgefandi: Forlagið

Á eftir dimmum skýjum. Höf: Elísabet Thoroddsen. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Fjaðrafok í mýrinni. Höf: Sigrún Eldjárn. Útgefandi: Forlagið

Sokkalabbarnir. Höf: Bergrún Íris Sævarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Hrímsvelgur. Höf: Hildur Knútsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Bangsi fer út að leika. Höf: Tindur Lilja H. Péturs. Útgefandi: Bókabeitan ehf.

Skólaslit - Dauð viðvörun. Höf: Ævar Þór Benediktsson. Útgefandi: Forlagið

Upp og niður. Höf: Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir. Útgefandi: Forlagið

Bannað að drepa. Höf: Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2023.

 




Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir