19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk

13. maí, 2025

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

  • Thyd-a-isl-25-a-vef

Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta 


Í fyrri úthlutun ársins 2025 bárust 40 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 19 styrkir að upphæð 9 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Í þessari fyrri úthlutun ársins voru 19 styrkir veittir, þar af 4 myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni.

Um er að ræða verk héðan og þaðan, bæði samtímverk sem og klassískar heimsbókmenntir. Þýtt er úr ensku, frönsku, ítölsku, japönsku og fleiri tungumálum.

Meðal styrktra verka eru:

Persepolis II eftir Marjane Satrapi í þýðingu Snæfríðar Þorsteins, útgefandi Angústúra.

Lessico famigliare eftir Natalia Ginzburg í þýðingur Höllu Kjartansdóttur, útgefandi Benedikt bókaútgáfa. 

Les pays des autres: J'emporterai le feu eftir Leila Slimani í þýðingu Friðriks Rafnssonar, útgefandi Forlagið.

Orbital eftir Samantha Harvey í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi Ugla útgáfa.

Sjá fyrri styrkúthlutun ársins 2025 hér.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir