19 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; verðlaunaverk, sígild og ný skáldverk

13. maí, 2025

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

  • Thyd-a-isl-25-a-vef

Á myndinni eru nokkur verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta 


Í fyrri úthlutun ársins 2025 bárust 40 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 19 styrkir að upphæð 9 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni.

Í þessari fyrri úthlutun ársins voru 19 styrkir veittir, þar af 4 myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni.

Um er að ræða verk héðan og þaðan, bæði samtímverk sem og klassískar heimsbókmenntir. Þýtt er úr ensku, frönsku, ítölsku, japönsku og fleiri tungumálum.

Meðal styrktra verka eru:

Persepolis II eftir Marjane Satrapi í þýðingu Snæfríðar Þorsteins, útgefandi Angústúra.

Lessico famigliare eftir Natalia Ginzburg í þýðingur Höllu Kjartansdóttur, útgefandi Benedikt bókaútgáfa. 

Les pays des autres: J'emporterai le feu eftir Leila Slimani í þýðingu Friðriks Rafnssonar, útgefandi Forlagið.

Orbital eftir Samantha Harvey í þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi Ugla útgáfa.

Sjá fyrri styrkúthlutun ársins 2025 hér.


Allar fréttir

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Allar fréttir