23 verk hljóta styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði, sem nú er úthlutað úr í þriðja sinn

7 milljónum króna úthlutað til 23 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni.

30. apríl, 2021

Markmiðið með Auði er að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.

Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 23 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru margir hverjir þekktir en einnig fengu bækur nýrri og minna þekktra höfunda styrki. 

Meðal styrktra verka eru:

 

  • Héragerði. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka
  • Vetur fram á vor. Höf. Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Kennarinn sem kveikti í. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan
  • Drekar, dramatík og meira í þeim dúr. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Jónasveinkur. Höfundar: Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra
  • Hulinseyja 1. Höf. Gunnar Theodór Eggertsson. Útgefandi: Forlagið
  • Iðunn og afi pönk halda útihátíð. Höf. Gerður Kristný og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið
  • Tröllamatur. Höf. Berglind Sigursveinsdóttir. Útgefandi: BF-útgáfa
  • Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Höf. Auður Þórhallsdóttir. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa
  • Sólkerfið okkar. Höf. Sævar Helgi Bragason og Elísabet Rún Þorgeirsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Boltinn lýgur ekki. Höf. Kjartan Atli Kjartansson. Útgefandi: Sögur 

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2021.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir