23 verk hljóta styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði, sem nú er úthlutað úr í þriðja sinn

7 milljónum króna úthlutað til 23 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni.

30. apríl, 2021

Markmiðið með Auði er að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.

Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 23 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru margir hverjir þekktir en einnig fengu bækur nýrri og minna þekktra höfunda styrki. 

Meðal styrktra verka eru:

 

  • Héragerði. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka
  • Vetur fram á vor. Höf. Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Kennarinn sem kveikti í. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan
  • Drekar, dramatík og meira í þeim dúr. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Jónasveinkur. Höfundar: Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra
  • Hulinseyja 1. Höf. Gunnar Theodór Eggertsson. Útgefandi: Forlagið
  • Iðunn og afi pönk halda útihátíð. Höf. Gerður Kristný og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið
  • Tröllamatur. Höf. Berglind Sigursveinsdóttir. Útgefandi: BF-útgáfa
  • Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Höf. Auður Þórhallsdóttir. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa
  • Sólkerfið okkar. Höf. Sævar Helgi Bragason og Elísabet Rún Þorgeirsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Boltinn lýgur ekki. Höf. Kjartan Atli Kjartansson. Útgefandi: Sögur 

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2021.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir