23 verk hljóta styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði, sem nú er úthlutað úr í þriðja sinn

7 milljónum króna úthlutað til 23 verka af ýmsum toga fyrir börn og ungmenni.

30. apríl, 2021

Markmiðið með Auði er að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.

Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega 7 milljónum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði og hlutu 23 verk styrk að þessu sinni. 

Með styrkjunum er markmiðið að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli. Styrkirnir eru veittir útgefendum.

Höfundar bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru margir hverjir þekktir en einnig fengu bækur nýrri og minna þekktra höfunda styrki. 

Meðal styrktra verka eru:

 

  • Héragerði. Höf. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Útgefandi: Salka
  • Vetur fram á vor. Höf. Arndís Þórarinsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Kennarinn sem kveikti í. Höf. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan
  • Drekar, dramatík og meira í þeim dúr. Höf. Rut Guðnadóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Jónasveinkur. Höfundar: Hallgrímur Helgason og Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra
  • Hulinseyja 1. Höf. Gunnar Theodór Eggertsson. Útgefandi: Forlagið
  • Iðunn og afi pönk halda útihátíð. Höf. Gerður Kristný og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið
  • Tröllamatur. Höf. Berglind Sigursveinsdóttir. Útgefandi: BF-útgáfa
  • Miðbæjarrottan: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Höf. Auður Þórhallsdóttir. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa
  • Sólkerfið okkar. Höf. Sævar Helgi Bragason og Elísabet Rún Þorgeirsdóttir. Útgefandi: Forlagið
  • Boltinn lýgur ekki. Höf. Kjartan Atli Kjartansson. Útgefandi: Sögur 

Hér má sjá heildarúthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði 2021.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir