Seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku; verk eftir Annie Ernaux, Richard Brautigan, Lydiu Davis, Erich Kästner og fleiri væntanleg í íslenskri þýðingu

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega rúmum 8 milljónum króna til 24 þýðinga á íslensku. Alls bárust 38 umsóknir í þessari seinni úthlutun ársins.

6. janúar, 2023

Lesendur eiga von á fjölbreyttum verkum í íslenskum þýðingum frá höfundum á borð við Brit Bennett, Amos Oz, Lydiu Davis, Annie Ernaux og Richard Brautigan.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmum 19 milljónum króna í 54 þýðingastyrki á árinu 2022. Alls bárust á árinu 73 umsóknir. 

Í síðari úthlutun ársins, í nóvember 2022, var rúmum 8 milljónum króna úthlutað í 24 styrki til þýðinga á íslensku. Alls bárust 38 umsóknir.

Það kennir ýmissa grasa meðal verka sem hlutu styrki og von er á fjölbreyttri útgáfu íslenskra þýðinga á næstunni fyrir börn og fullorðna. Þýtt verður úr ensku, þýsku, frönsku, spænsku, japönsku, hebresku og portúgölsku og eiga lesendur því von á spennandi bókum á íslensku víða að.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

The Dictionary of Lost Words eftir Pip Williams. Þýðandi: Uggi Jónsson. Útgefandi: Forlagið

Fabian. Die Geschichte eines Moralisten eftir Erich Kästner. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

ヘヴン (Heaven) eftir Mieko Kawakami. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Útgefandi: Angústúra

Skandar and the Phantom Rider eftir A.F. Steadman. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

The Vanishing Half eftir Brit Bennett. Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir. Útgefandi: Forlagið

The Prime of Miss Jean Brodie eftir Muriel Spark. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Menopausing eftir Davina McCall og Dr. Naomi Potter. Þýðandi: Hafsteinn Thorarensen. Útgefandi: Salka

Le jeune homme eftir Annie Ernaux. Þýðandi: Rut Ingólfsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Pomelo sous son pissenlit eftir Ramonu Badescu. Þýðandi: Jessica Devergnies-Wastraete. Útgefandi: Kvistur bókaútgáfa

פנתר במרתף / Panther in the Basement eftir Amos Oz. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Cemetery in Barnes eftir Gabriel Josipovici. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: DIMMA

Le Petit Prince eftir Anoine de Saint-Exupéry. Þýðandi: Arndís Lóa Magnúsdóttir. Útgefandi: Una útgáfuhús

Hægt er að skoða heildaryfirlit yfir úthlutanir hér.


Allar fréttir

Bókamessan í Gautaborg haldin 26.-29. september 2024 - 27. ágúst, 2024 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir Bókamessuna heim og hittir norræna bókaútgefendur og aðra sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku - 19. júní, 2024 Fréttir

Verk eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Nánar

Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni - 21. júní, 2024 Fréttir

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Nánar

Allar fréttir