Seinni úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku; verk eftir Annie Ernaux, Richard Brautigan, Lydiu Davis, Erich Kästner og fleiri væntanleg í íslenskri þýðingu

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði nýlega rúmum 8 milljónum króna til 24 þýðinga á íslensku. Alls bárust 38 umsóknir í þessari seinni úthlutun ársins.

6. janúar, 2023

Lesendur eiga von á fjölbreyttum verkum í íslenskum þýðingum frá höfundum á borð við Brit Bennett, Amos Oz, Lydiu Davis, Annie Ernaux og Richard Brautigan.

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga á íslensku úr erlendum málum tvisvar á ári og úthlutaði rúmum 19 milljónum króna í 54 þýðingastyrki á árinu 2022. Alls bárust á árinu 73 umsóknir. 

Í síðari úthlutun ársins, í nóvember 2022, var rúmum 8 milljónum króna úthlutað í 24 styrki til þýðinga á íslensku. Alls bárust 38 umsóknir.

Það kennir ýmissa grasa meðal verka sem hlutu styrki og von er á fjölbreyttri útgáfu íslenskra þýðinga á næstunni fyrir börn og fullorðna. Þýtt verður úr ensku, þýsku, frönsku, spænsku, japönsku, hebresku og portúgölsku og eiga lesendur því von á spennandi bókum á íslensku víða að.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

The Dictionary of Lost Words eftir Pip Williams. Þýðandi: Uggi Jónsson. Útgefandi: Forlagið

Fabian. Die Geschichte eines Moralisten eftir Erich Kästner. Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

ヘヴン (Heaven) eftir Mieko Kawakami. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Útgefandi: Angústúra

Skandar and the Phantom Rider eftir A.F. Steadman. Þýðandi: Ingunn Snædal. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

The Vanishing Half eftir Brit Bennett. Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir. Útgefandi: Forlagið

The Prime of Miss Jean Brodie eftir Muriel Spark. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Menopausing eftir Davina McCall og Dr. Naomi Potter. Þýðandi: Hafsteinn Thorarensen. Útgefandi: Salka

Le jeune homme eftir Annie Ernaux. Þýðandi: Rut Ingólfsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Pomelo sous son pissenlit eftir Ramonu Badescu. Þýðandi: Jessica Devergnies-Wastraete. Útgefandi: Kvistur bókaútgáfa

פנתר במרתף / Panther in the Basement eftir Amos Oz. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Cemetery in Barnes eftir Gabriel Josipovici. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: DIMMA

Le Petit Prince eftir Anoine de Saint-Exupéry. Þýðandi: Arndís Lóa Magnúsdóttir. Útgefandi: Una útgáfuhús

Hægt er að skoða heildaryfirlit yfir úthlutanir hér.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir