30 styrkir veittir til þýðinga á íslensku; ný skáldverk, barna- og ungmennabækur, klassísk verk, ljóð og verk almenns efnis.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 11 milljónum króna í 30 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins 2022.

12. maí, 2022

 Þýdd verða verk eftir höfundana Isabel Allende, Abdulrazak Gurnah, Anthony Burgess, John Milton, Frank Herbert, Dina Nayeri, William S. Burroughs og fleiri.

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var 11 milljónum veitt í 30 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra. Þar af eru 13 verk sem teljast til myndríkra barna- og ungmennabóka.

Þýtt er úr ensku, frönsku, þýsku, hollensku og spænsku. Meðal þýðenda má bæði finna þaulreynda þýðendur en einnig þýðendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í þýðendastarfinu.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun: 

Putin´s Peope eftir Catherine Belton. Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Kingdom of the Wicked eftir Anthony Burgess. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Ungrateful Refugee. What Immigrants Never Tell You eftir Dina Nayeri. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Angústúra

Violeta eftir Isabel Allende. Þýðandi: Sigrún Á. Eiríksdóttir. Útgefandi: Forlagið

Dune eftir Frank Herbert. Þýðendur: Dýrleif Bjarnadóttir og Kári Emil Helgason. Útgefandi: Partus forlag

Paradise eftir Abdulrazak Gurnah. Þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir. Útgefandi: Angústúra

Free eftir Lea Ypi. Þýðandi Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Dostoevsky in Love eftir Alex Christofi. Þýðandi Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Paradísarmissir eftir John Milton. Þýðandi Jón Erlendsson. Útgefandi: Forlagið

Le Corps humain eftir Joëlle Jolivet. Þýðandi Sverrir Norland. Útgefandi AM forlag

Cachée ou pas, j'arrive eftir Lolita Séchan og Camille Jourdy. Þýðandi Sverrir Norland. Útgefandi AM forlag

Dog Man and Cat Kid eftir Dav Pilkey. Þýðandi: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Útgefandi BF útgáfa

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2022.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir