30 styrkir veittir til þýðinga á íslensku; ný skáldverk, barna- og ungmennabækur, klassísk verk, ljóð og verk almenns efnis.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 11 milljónum króna í 30 styrki til þýðinga á íslensku, í fyrri úthlutun ársins 2022.

12. maí, 2022

 Þýdd verða verk eftir höfundana Isabel Allende, Abdulrazak Gurnah, Anthony Burgess, John Milton, Frank Herbert, Dina Nayeri, William S. Burroughs og fleiri.

  • Á myndinni má sjá nokkrar bækur sem áður hafa hlotið þýðingastyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins í styrki til þýðinga á íslensku. Að þessu sinni var 11 milljónum veitt í 30 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra. Þar af eru 13 verk sem teljast til myndríkra barna- og ungmennabóka.

Þýtt er úr ensku, frönsku, þýsku, hollensku og spænsku. Meðal þýðenda má bæði finna þaulreynda þýðendur en einnig þýðendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í þýðendastarfinu.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun: 

Putin´s Peope eftir Catherine Belton. Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Kingdom of the Wicked eftir Anthony Burgess. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

The Ungrateful Refugee. What Immigrants Never Tell You eftir Dina Nayeri. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Útgefandi: Angústúra

Violeta eftir Isabel Allende. Þýðandi: Sigrún Á. Eiríksdóttir. Útgefandi: Forlagið

Dune eftir Frank Herbert. Þýðendur: Dýrleif Bjarnadóttir og Kári Emil Helgason. Útgefandi: Partus forlag

Paradise eftir Abdulrazak Gurnah. Þýðandi: Helga Soffía Einarsdóttir. Útgefandi: Angústúra

Free eftir Lea Ypi. Þýðandi Eyrún Edda Hjörleifsdóttir. Útgefandi: Forlagið

Dostoevsky in Love eftir Alex Christofi. Þýðandi Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Paradísarmissir eftir John Milton. Þýðandi Jón Erlendsson. Útgefandi: Forlagið

Le Corps humain eftir Joëlle Jolivet. Þýðandi Sverrir Norland. Útgefandi AM forlag

Cachée ou pas, j'arrive eftir Lolita Séchan og Camille Jourdy. Þýðandi Sverrir Norland. Útgefandi AM forlag

Dog Man and Cat Kid eftir Dav Pilkey. Þýðandi: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Útgefandi BF útgáfa

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2022.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Bókamessan í Gautaborg 22.-25. september: Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir fjalla um verk sín - 12. september, 2022 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta verður með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu þar sem gestir geta kynnt sér verk íslenskra höfunda. 
Staðsetning íslenska bássins: C03:39

Nánar

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Allar fréttir