34 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál

Í seinni úthlutun ársins til þýðinga á erlend mál voru veittir 34 styrkir en 61 umsókn barst. Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Lungu eftir Pedro Gunnlaug García, Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur og Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur.

28. október, 2024

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 61 umsókn barst í þessari síðari úthlutun ársins. Veittir voru styrkir að upphæð 7.660.000 kr.

  • Verk sem áður hafa hlotið styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta

Umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á erlend mál er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að sjá þau verk sem hlutu styrki í fyrri úthlutun á árinu neðst í fréttinni, en þær skiptast í norrænar þýðingar og aðrar erlendar þýðingar.

Veittir voru styrkir til erlendra þýðinga íslenskra bóka á 17 tungumál, meðal annars á spænsku, ensku, ítölsku, ungversku, hollensku, frönsku, króatísku og norsku. 

Meðal verka sem verða þýdd á ný tungumál eru Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur sem kemur út í Noregi og Svíþjóð en hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs á árinu. Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur sem einnig var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kemur út í Svíþjóð á árinu og er gefin út af forlaginu Arktitektur förlag AB.

Ljóð Gyrðis Elíassonar koma út í Svíþjóð og í Hollandi en hann hlaut hin virtu Tranströmer verðlaun í Svíþjóð í haust fyrir ljóðabækur sínar Dulstirni og Meðan glerið sefur, en John Swedenmark þýddi þær á sænsku.

Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur kemur út í þýskri þýðingu Tinu Flecken og Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson kemur út á ungversrki þýðingu Bence Patat, með nýjum eftirmála eftir Jón Kalman Stefánsson.

Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar). 

 

 


Allar fréttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2024 afhent - 29. janúar, 2025 Fréttir

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV þann 29. janúar síðastliðinn.

Nánar

Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis - 23. janúar, 2025 Fréttir

Til­kynnt hefur verið hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna.

Nánar

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Allar fréttir